Mánudagur, 28. janúar 2008
Góða ferð, bless bless
Legg til að þeir Íslensku bankar sem eru með einhverjar hótanir um að flytja erlendis fái flutningsstyrk, og að við Íslendingar snúum okkar viðskiptum að þeim bönkum sem við vitum að standa með okkur í gegn um súrt og sætt.
Styðjum sparisjóðina okkar og byggjum þá upp, leifum nýríku drengjunum bara að fara erlendis og spreyta sig, fyrst þeim líður svona illa hér heima.
Legg líka til að þeir nýríku sem flytja úr landi verði látnir kaupa sig aftur inn í Íslenskt samfélag, afturvirkt, þegar þeir koma aftur heim til að eiða ellinni og fá aðhlynningu hérlendis á kostnað okkar hinna, sem höfum alla tíð greitt okkar skatta til samfélagsins.
Góða ferð Kaupþing, bless bless
Moody's segir Aaa einkunn Íslands á krossgötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 106185
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ælti Kaupþing sé búið að borga sjúkrahúsvist, elliheimilsvist og annað fyrir marga Íslendinga ? Þú verður að átta þig á að fyrirtæki eins og Kaupþing skilar milljörðum í ríkisjóð, milljörðum sem við ættum ekki til nema væri fyrir fyrirtæki eins og kaupþing. Ég vill ekki missa stóra skattgreiðendur, það eru því miður þeir sem halda uppi hlutum eins og heilbrigðiskerfinu okkar. En þú ert kannski á þeim buxunum að við þurfum ekkert þessi góðu sjúkrahús og góðu lækna sem við erum því miður að missa frá landinu þar sem íslensk sjúkrahús eru ekki samkeppnishæf þegar kemur að því að hald í lækna. Ef við ættum fleiri stór fyrirtæki eins og kaupþing sem greiddi svona mikið í skatta, þá gætum við kannski haldið í læknana okkar, átt næg sjúkrahúsrúm fyrir veikafólkið okkar. En nei þú villt reka úr landi fyrirtæki og fólk sem borga undir rassgatið á okkur hinum.
Svo var kaupþing ekki að hóta neinu, kaupþing er nú búin að sameinsast hollenskum banka og er kaupþing ekkert meira íslenskt fyrirtæki frekar en hollenskt. Fyrirtækið er þannig séð á heimavelli á báðum stöðum og því rökrétast að gera upp þar sem það er hastæðast.
Mér finnst það segja meira um íslenska hagstórn en kaupþing að fyrirtæki velti því yfir höfðu að flytja sig um set. Það er náttúrulega eitthvað mikið að ef fyrirtæki telja það hagkvæmara að flytja sig. Það kallar á breytingar, við viljum ekki missa til útlanda öll fyrirtækin og alla vinnuna og alla peningana sem borga t.d. heilbrigðiskerfið okka. Eða viljum við það af því að við erum svo hrokafull að við viljum ekki sjá hvað er að hjá okkur og kennum öðrum um.
"ha við, nei það er ekkert að hjá okkur, þetta eru bara hinir"
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:48
Svona ,svona, þetta var allt saman komið fyrir daga hinna nýríku bankamanna, þeir eru bara nýleg sápukúla og tungufossar.
Reiknaður skattur og álagður er ekki það sama og endanlega greiddur skattur til ríkissjóðs.
Ættir kannski að muna að skatturinn er bara lítið brot þess, sem bankinn er þegar búinn að hafa af þér og þínum.
Svo á ekki að hindra neinn í að halda út í víking ef honum leiðist heima.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.1.2008 kl. 12:23
Þvílíkur barnaskapur Þorsteinn !!
Hvaða áhrif heldurðu að flutningur allrar fjármálstofnana fyrir utan sparisjóði hefði á íslenskt þjóðfélag ? Hér hrópa menn upp yfir sig við það að 540 manns séu að missa vinnuna í fiskiðnaði. Það er mjög slæmt, en hvað heldurðu að margir myndu missa vinnuna við að flytja fjármálaþjónustu að stórum hluta erlendis ? Þótt almenn bankastarfsemi yrði áfram hérlendis þá flytti stærsti hluta stjórnendastarfa erlendis. Þetta eru hundruði starfa, allt vel greiðandi skattgreiðendur fyrir utan skattgreiðslur fyrirtækjanna. Síðan má ekki gleyma "snjóboltaáhrifum". Þetta hefur áhrif á verslun og þjónustu með tilheyrandi samdrætti og fækkun starfa.
Nei þorsteinn, þér er líklega illa við allar framfarir, kýst vinstri græna, hugsar lítið um orsakir og afleiðingar þegar kemur að peningamálum og hrópar allra manna hæst; "íslendinga aftur í moldarkofana" !
Neytandi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:00
Já, munar ekki um það hjá Neytandanum.
Ég er sem sagt orðin afturhaldsseggur og á móti framförum, kýs sem sagt Vinstri Græna og er líka orðin Rasisti.
Ekki veit ég hver þú ert gæskur, enda hefur þú ekki manndóm né kjark til að koma fram undir eigin nafni.
Líklega ungur bankastarfsmaður með töluvert af lánsfé á bakinu og búin að fjárfesta grimmt, kannski röng ályktun.
Er samt ekki alveg sáttur við að þú spyrðir saman Vinstri Græna og Rasista, þú virðist ganga út frá því að allir gagnrýnendur banka sápukúlurnar, séu Vinstri Grænir og þá séu þeir líka Rasistar sem vilji bara Ísland fyrir Íslendinga, finnst þú vanvirða skoðanir þessa hóps og leggjast ansi lágt, get samt stutt þig ef þú ert að segja þeirra pólitík (Vinstri Grænna) arfa vitlausa að mörgu leiti, en ekki vanvirða skoðanir fólks sem er okkur ekki sammála í pólitík væni.
Svo er Kaupþing ekki eini bankinn á Íslandi, og ekkert að því að leifa þeim að fara að heiman, enda segjast þeir vera stórir strákar.
Auk þess sé ég ekki hver hin raunverulegu verðmæti ímyndar iðnaðarins eru þegar upp er staðið og í buddunni er talið, eða get ég keypt mat fyrir ímyndar peninga, eða fjárfest fyrir arð af uppreiknuðum hagnaði án raunverulegra verðmæta þar á bakvið, og er mér greiði gerður, að sprengja upp fasteignarverðið þannig að greiðslubyrðin er að sliga alla nýju þrælana í hagkerfi bankana.
Er annars einhver munur á einokunarverslun fortíðar eða hinum nýja lána og fasteignarmarkaði bankanna, þegar upp er staðið.
Ný kynslóð hefur verið hneppt í fjárhagslegan þrældóm og skoðanaskipti ætla menn líka að kæfa með upphrópunum og ásökunum um lágkúrulegar kenndir og hugsanir.
Skrítið hvað skítkast er okkur að verða tamt.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.1.2008 kl. 13:37
Nei, ekki alveg rétt !
Miðaldra stjórnandi, ekki í bankageiranum. Með töluverðar skuldir eins og allir almennir launamenn. Ég minnist hvergi á rasista og skil ekki hvernig þú nærð að draga það fram ?
Ég get verið þér alveg sammála um vextina. Það hefur samt ekkert að gera með innihald greinarinnar. Það getur hvaða banki sem er opnað hér útibú og byrjað að lána okkur landsmönnum fé og ekki hafa sparisjóðirnar beint verið að bjóða "súperkjör" á sínum lánum. Ég ætlaði ekki að fara "kommenta" hér um vaxtakjör en ef það er ástæða þess að bankarnir eigi að flytja úr landi þá er það enn meiri barnaskapur Þorsteinn minn !
Það að bankarnir hafi byrjað að bjóða hærra veðhlutfall (sumar 2005) í fasteignalánum er alveg í samræmi við það sem við eigum að þekkja frá vestrænum löndum. Það er ekki við þá að sakast að "landinn" hafi farið á enn eitt ´"fjárfestingarfylleríið" og sprengt upp verðið. Það er engum nema mér og þér og öllum hinum að kenna !
Skítkastið felst í því þegar hrópaðar eru upp fyrirsagnir, eins og "bankana burt" án þess að skoða orsakir og afleiðingar !
Neytandi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:57
Lestu nú betur, það er sagt góða ferð, Bless bless
Held bara að það sé almenn kurteisi, og slagorðið Ísland fyrir Íslendinga er kjörorð Íslenskra rasista.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.1.2008 kl. 14:04
Ísland fyrir íslendinga ????
Hvar er það sagt ??
"commenterarðu" nú frekar á innihaldið og kjarnann !
Neytandi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.