Sóun og refskák

Þjóðvegurinn til Reykjavíkur hefur legið í gegn um Mosfellsbæ í áratugi, vegna þessarar legu hefur Sveitarfélagið eins og önnur Sveitarfélög landsins gera, blóðmjólkað Vegagerðina.

Það er nefnilega Vegagerð Ríkisins sem stendur straum af kostnaði við byggingu þjóðvega í þéttbýli og er líka látin greiða viðhaldskostnaðinn líka.

Sökum þess að vegurinn liggur í gegn um byggðina, er búið að gera hann nánast ónothæfan með umferðarhindrunum að kröfu sveitarfélagsins, og þetta er gert ítrekað um allt land.

Einstaka sveitarfélögum virðist vera alveg sama um allt annað en eigin hagsmuni, Hringvegurinn er orðin að martröð farmflytjenda og atvinnulíf á landsbyggðinni er að sligast undan flutningskostnaði, þá eru neitendur á landsbyggðinni líka látnir gjalda fyrir þessa endaleysu með gríðarlegum flutningskostnaði á öllum vörum, en allar þessar tafir á flutningum og hindranir á styttingu flutningsvegalengda, bitnar á okkur landsbyggðarfólkinu.

Vegagerð Ríkisins verður að fá stuðning stjórnvalda og kröfu frá þeim, um að hanna hringveginn út frá sem styðstu vegalengdum á milli stórra þéttbýlisstaða.

Vegakerfið verður bara að vera tvöfalt á sumum stöðum ef þess þarf, og einstaka þorp eða sveitarfélög verða bara sjálf að gera sig aðlaðandi til að laða að ferðalanga, en ekki að komast upp með einkahagsmunagæslu fyrir einstaka sjoppueigendur þorpa.

Mér finnst að Reykjavíkurborg og Mosfellsbær eigi sjálf að greiða Sundagöng, fyrir að eyðileggja þjóðveginn, það er ekki hægt að láta endalaust mjólka Vegagerðina af sveitarfélögunum.

Kannski væri réttast að hanna alveg nýjan hringveg og byggja hann, en leggja svo vegagerðina niður og fela sveitarfélögunum reksturinn.


mbl.is Faxaflóahafnir vilja Sundabraut í göngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband