Endalaust gíslataka

Það er merkilegt hvað samgöngubætur hafa oft verið teknar í gíslingu skammsýnna sveitarstjórnarmanna, og hagsmunir sjoppueigenda verið látnir ráða í vali á vegastæði.

Vöruflutningar eru lífæð landsbyggðarinnar, kostnaður atvinnulífsins vegna flutninga hleypur á hundruðum miljóna og miljörðum til langs tíma, viðbótarálagning leggst á allar vörur sem landsbyggðarfólk eða fyrirtækin kaupa, og vegna þessa mikla kostnaðar við flutningana, munar um minna en 61 kílómeter.

Það er löngu orðið tímabært að láta heildarhagsmuni samfélagsins ráða vali á vegstæði, ásamt fjárhagslegan ávinning landsmanna, en ekki láta skammtíma hagsmuni einstakra sjoppueigenda, sem geta í fámennum sveitarfélögum þrýsta á sveitarstjórnarmenn vegna ættar og eða vinatengsla.

Sveitarstjórnir og nefndir sveitarfélaga gefa fljótlega eftir, til að hafa sýna kjósendur góða frekar en að hugsa um hagsmuni þeirra sem lengra þurfa að fara.

Verja þarf Vegagerð Ríkisins fyrir ágengni Þing og Sveitarstjórnarmanna, en krefja hana um fjárhagslegan rökstuðnings fyrir vali á öllum vegstæðum fyrir hringveginn um Ísland.

Við þekkjum öll og höfum séð hvernig gíslatöku hringvegarins hefir verið háttað, varla er til það þorp sem hringvegurinn liggur um, þar sem ekki er búið að gera hringtorg eða aðrar hraðahindrandi aðgerðir fljótlega eða strax við komu eða endurbætur vegsins.

Hagsmunir sjoppueigandans eru þarna ráðandi, og þeirri trú þorparana að með þessum aðgerðum stöðvi ferðalangar frekar og versli í þorpinu eða skilji eftir fjármuni.

Hagsmunir annarra íbúa landsbyggðarinnar eru þarna léttvægir fundnir og engin er ábyrgur fyrir langtíma afleiðingum þessara skammsýnu aðgerða, eða er gert að greiða fyrir þann viðbótarkostnað sem verið er að skapa og leggst ofan á alla sem lengra þurfa að fara en í viðkomandi sjoppu eða þorp.

Koma verður hringveginum að eins miklu leiti og hægt er út fyrir þorpin, umferðaröryggis vegna, og til að tryggja óhefta vöruflutninga og eða ferðir vegfaranda, þorpin verða bara að hafa eitthvað að bjóða til að vegfarendur vilji koma þangað, þvingunarúrræði eru ólíðandi kúgun.

Gíslatöku á samgöngubótum er löngu tímabært að stöðva, áður en landsbyggðinni blæðir fjárhagslega út vegna eiginhagsmunagæslu ábyrgðarlausra þrýstihópa.

Veg yfir Öxi er búið að tefja nógu lengi.

 


mbl.is Öxin klýfur Austfirðinga í herðar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Góð grein! Orð í tíma töluð.

Hagbarður, 1.2.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heyr heyr.

Halldór Egill Guðnason, 1.2.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Góður......sammála.

Benedikt V. Warén, 1.2.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

jamm

Einar Bragi Bragason., 1.2.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband