VOND STAÐA

Ekki vildi ég vera Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hann er kominn út í horn og úlfahjörð kallar á blóð.

Vilhjálmur er eins og við öll hin, manneskja.

Hann er eflaust með skuldbindingar eins og aðrir, fjölskyldufaðir og ein af fyrirvinnum heimilis.

Þess er krafist af honum að hann segi af sér, verði atvinnu og tekjulaus.

Þess er krafist af manni sem er kominn nokkuð yfir miðjan aldur, að gefa frá sér ævistarfið og framtíðarvonir, að hrökklast frá með skömm og illt umtal til æviloka.

Mér finnst að Vilhjálmur eigi að lýsa því yfir að hann gefi frá sér starf Borgarstjóra í Reykjavík til að skapa frið, og að hann muni vera í framboði til borgarstjórnar fyrir næsta kjörtímabil.

Ég sé ekki að hrekja eigi Vilhjálm úr Borgarstjórn Reykjavíkur.

Það er kjósenda að gera það er hann býður sig aftur fram til starfans.

Árni Johnsen situr á Alþingi Íslendinga í dag, því ætti Vilhjálmur ekki að fá uppreisn æru.

Er ekki mál að linni.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Í aðalatriðum er ég sammála þér að sýna beri aðgát í nærveru sálar.

Ég hef hins vegar þá bjargföstu skoðun að fólk sem gefur sig út í pólitík eigi að vera með óflekkað mannorð, hreint sakavottorð, sé sannsögult og ætli sér fyrst og fremst að vinna í almannaþágu. Þetta séu sjálfsögð skilyrði fyrir því að fá starfsfrið í kjörnu embætti. Geti fólk ekki uppfyllt þessi skilyrði eigi viðkomandi að leita sér annars starfsvettvangs.

Af þessum sökum tel ég Árna Johnsen óhæfan sem alþingismann. Hann má mín vegna fá sér aðra vinnu og á rétt á að vinna sér til hnífs og skeiðar eins og aðrir.

Vilhjálmur er orðinn margsaga og beinlínis staðinn að lygaþvælu sem var algerlega óþörf. Ég reyndar tel Vilhjálm klaufalegt fórnarlamb helstu sökudólganna, stjórnenda OR, sem eru þeir sem hafa verið að reyna að stela OR með aðstoð einkafyrirtækja og auðmanna. Ég er bara ekki viss um að Vilhjálmur eigi samt siðferðilegan rétt til setu sem borgarfulltrúi áfram. Hvað má maður ljúga mikið áður en maður þarf að segja af sér?

Hjörleifur Kvaran og Guðmundur Þóroddsson eru mennirnir sem ekki hafa unnið með hag eigenda sinna fyrir brjósti heldur sjálfa sig. Hinn dæmalausi þjónustusamningur og kaupréttarsamningar þeim til handa eru næg sönnunargögn. Þeir bera mestu sökina í þessu máli öllu. Þá á bara að reka. Svo einfalt er það.

Haukur Nikulásson, 11.2.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Enginn maður er heiðarlegri en hann kemst upp með, heyrði ég sagt fyrir meira en áratug.

Því miður finnst mér þetta sannara með hverju árinu sem ég eldist.

Kjörna fulltrúa verða kjósendur að úrskurða um í kosningum ef landslög hafa ekki verið brotin, þannig að mál séu komin í hendur ákæruvalds og dómstóla.

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru undir stjórn fyrirtækisins settir, og stjórnin verður að taka á því sjálf nema lög hafi verið brotinn.

Bæði þú og ég, ásamt öllum hinum, erum að taka afstöðu og mynda okkur skoðun út frá "sannleik" fjölmiðla.

Af fenginni reynslu af "sannleik" fjölmiðla, held ég að gott sé að fylgja leikreglum skynseminnar og gæta að, áður en búið er að nota réttlætiskennd fólks til ógæfuverka, eins og peð í refskák.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.2.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Fjölmiðlar hafa greinilega haft nokkur áhrif á gang mála og hundelt karlinn. Hins vegar er Villi búinn að gera mistök og enn  meiri þegar hann segir ekki satt. Erfitt er að horfa fram hjá því.

Hins vegar finnst mér æskilegt að menn geti yfirgefið vettvanginn með beint bak. Það er ekki fjölmiðla að taka fólk af lífi heldur segja satt og rétt frá. Á því vill vera nokkur brestur.

Staðan er í öllu falli mjög snúin og erfið 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband