Friðargæsla

Íslenska friðargæslan ætti að vera löngu byrjuð að safna hlýjum fatnaði og teppum til að færa fólkinu, og afla þannig bandamanna með því að sýna frumkvæði og umhyggju.

Friðargæsluliðar eru samt líklega bara sett inn í hlýjar herbúðir NATO og látin sitja og standa eftir þeirra skipunum eins og strengjabrúður og nýliðar.

Held að við ættum að skapa okkur sterka sérstöðu sem hjálparlið, frekar en sem lukkudýr í hermannaleikjum NATO.

 


mbl.is Yfir 900 látnir í vetrarhörkum í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig undrar oft svona fréttir af hörmungarsvæðum veraldarinnar. Mikill skortur er á nauðsynjum, mat, fatnaði og skjóli. En enginn hörgull á vopnum. Það er ekki rétt áhersla á það sem skiptir máli. Kristið siðferði leggur áherslu á að lífið skiptir mestu en svo koma aðrir með að blóðug barátta teljist heilög og nauðsynleg. Þeir sem látast vegna kulda eru "fórnar kostnaður" í baráttunni.

Það er sko ekki alveg sama hvernig menn hugsa.

snorri (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Einar: Tek undir þetta

Snorri: Tek afstöðu út frá siðferði en ekki trú, og fylgi því stefnu Rauða krossins um aðstoð án afstöðu, samþykki ekki "nauðsynlegan fórnarkostnað stríðsreksturs" í því augnamiði að svelta og brjóta niður andstæðinginn til uppgjafar, það er nefnilega þannig að her tekur sitt í krafti valds og fórnar almenningi sem nauðsynlegri fórn.

Sigur á svona mönnum er fólginn í því að fá almenning í lið með sér, en ekki öfugt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.2.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband