Reglur um útboð

Kominn er tími á að endurskoða reglur um útboð og hætta þessari vitleysu að taka ávallt lægsta tilboði.

Fjöldi gjaldþrota í verktakaiðnaðinum er tengdur einkennilegri áráttu opinberra aðila að taka lægsta tilboði og etja svo verktakanum áfram, vitandi það að verktakinn er að keyra sjálfan sig í gjaldþrot.

Það er ekki réttlætanlegt að spara nokkrar miljónir með þessum hætti, því sparnaðurinn er enginn í raunveruleikanum, einstaklingarnir og fjölskyldurnar sem þurfa að bera afleiðingar gjaldþrotanna eru lamaðar í áratugi ef ekki lengur, eftir svona harmleiki.

Og með því að dæma þetta fólk úr leik í viðskiptalífinu, er verið að fjarlægja þá sem hafa haft kjark og þor til að byggja upp rekstur, eða vilja til að fjármagna þá sem þora að fara út í rekstur.

 


mbl.is Jarðvélar ehf. til gjaldþrotaskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það þarf a.m.k. að skoða hvað hefur farið úrskeiðis.  Venjulega er nú fjárhagsstaða fyrirtækja könnuð vel áður en samið er við þau.  Og stundum er krafist verktrygginga í formi bankaábyrgða.

Þetta er annað dæmið um svona mál á stuttum tíma, hitt er Arnarfellsmálið hjá Landsvirkjun fyrir austan.

Þorsteinn Sverrisson, 17.2.2008 kl. 11:14

2 identicon

Er ekki viss um leiðin sé að setja meira af reglum. Nær væri að farið yrði eftir þeim reglum sem þegar eru til um útboð.

Vegagerðin hefur verið sérlega laus við að fylgja þeim reglum á meðan til dæmis Orkuveita Reykjavíkur stendur sig mun betur.

Eina skiptið sem ég man eftir því að Vegagerðin hafi farið að reglum var þegar Kynnisferðum, þá dótturfyrirtæki Flugleiða, var úthlutað nánast öllum sérleyfum í áætlunarakstri á Ísland. Þar voru útboðsskilmálar lagaðir að fyrirtækinu fyrirfram.

Í einu tilfelli var ekki hægt að ganga fram hjá öðru fyrirtæki, þá var gripið til þess ráðs að „laga“ útboðsskilmála aðeins til og bjóða út aftur.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er rétt, ekkert í útboðsreglum segir að taka skuli lægsta tilboði þó tilhneigingin sé sú. Skv. reglunum ber að kanna fjárhagslegt hæfi útboðshafa  og fara fram á tryggingu þar sem einhver vafaatriði koma upp. SPurning hvort þeim reglum sé alltaf framfyglt?

Í öllu falli sorglegt að sjá hvert fyrirtækið af öðru fara á hausinn. Þau hljóta að vera að undirbjóða í verkin enda samkeppnin hörð. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það eru til ýmsar aðferðir til að velja verktaka að loknu útboði, til dæmis að taka þann sem er næstur fyrir neðan meðaltölur tilboðsgjafana.

En aðalatriðið held ég að sé að grípa inn í framkvæmdina þegar séð er að verktakinn kemur ekki til með að geta klárað verkið, og eða vera að lenda í erfiðleikum.

Þá á að krefja verktakan um yfirlýsingu frá löggiltum endurskoðenda um fjárhagsgetu og núverandi stöðu fyrirtækis, því engum er greiði gerður að keyra fyrirtækin í jörðina með öllum þeim afleiðingum.

Varðandi ummæli um stjórnun fyrirtækja, þá er það vel þekkt að margir duglegir frumkvöðlar sem byggja upp fyrirtæki, geta ekki framselt stjórnunarábyrgð til annarra og vilja stjórna sjálfir öllum smáatriðum áfram þó stærð fyrirtækjanna sé orðin slík að það gangi ekki upp, slík fyrirtæki liðast í sundur og deyja með stjórnendum sýnum, eða hrynja samfara því að heilsa eigenda gefur sig vegna álagsins.

Kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki, er sannleikur sem stofnendur fyrirtækja eiga að setja upp á vegg hjá sér við hliðina á Murphey lögmálinu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.2.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband