Virkilega skelfilegt

Erlendum samkeppnisaðilum hefur tekist að tala Íslensku bankana niður, og endurfjármögnun er varla framkvæmanleg á þessum kjörum.

Bankarnir eru búnir að sprengja húsnæðismarkaðinn upp í hæðst hæðir og og ekki séð að þeir geti fengið nýja lántakendur til að axla vaxtarbyrðina sem fylgir hinu nýja fjármagni.

Klásúlan í lánaskilmálunum um breytilega vexti, og gengisbreytingarnar munu skella á lántakendum og samfara samdrætti á vinnumarkaði gæti orðið kalt næsta vetur í heimilishaldi.

Þessar fréttir af fjármálum bankana og dýrari fjármagni á heimsmarkaði setur eflaust allar Álversframkvæmdir í hættu og bara allar framkvæmdir sem stefnt var að á ölum sviðum.

Svo hrinur loðnustofninn ofan í samdrátt þorskveiða, sem boðar almennt hrun fiskistofna sökum ætisleysis í hafinu og olíuverð ríkur upp til að toppa allt saman.

Kannski er þjóðnýting bankana eina leiðin út úr vandanum eða koma þeim úr landi með hraði, áður en ímynd Íslands verður meira tengd þeim en orðið er.

Ekki myndu þeir hika við að fórna okkur fyrir sjálfa sig ef hagkvæmt væri.

Ættum að verja Íbúðarlánasjóð og styðja betur við Sparisjóðina okkar, byggja þá upp til að sinna húsnæðismarkaðinum innanlands og þörfum almennings.

Stóru bankarnir geta svo sinnt fyrirtækjunum og sigrað heiminn.


mbl.is Skuldatryggingarálagið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Styðja betur við Sparisjóðina...... það líst mér vel á. 

Anna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband