Föstudagur, 22. febrúar 2008
Verður að endurskoða
Vonandi skilar leitin árangri, og greinilegt að allir gera sitt besta.
En það verður að endurskoða þetta glapræði, varðandi staðsetningu á þyrlum Landhelgisgæslu.
Slys verða á fleiri stöðum en í Reykjavík og nágrenni, þannig að með staðsetningu á Akureyri og Hornarfyrði er búið að skera niður viðbragðstímann verulega, og það skiptir máli
Veður er ekki alltaf best í Reykjavík og hefur það margoft sannast í vetur, ítrekað hefur ekki verið flogið frá Reykjavíkurflugvelli og allar þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið í sjálfheldu á einum stað, í stað þess að vera til taks á varaflugvöllum, sem betur fer er ekki vitað til þess að þetta hafa kostað mannslíf, en erum við með tryggingu fyrir því um ókomna tíð
Flugtími er ekki alltaf stystur frá Reykjavík, og það býr fólk utan Reykjavíkur sem þarf að njóta þjónustu sjúkraflugs, alla daga ársins.
Verði einhver sá atburður í Reykjavík sem lamar svæðið, er þegar búið að safna nánast öllum til stjórnunar aðgerða, þjálfuðum mannskap og besta tækjabúnaðinum saman í Reykjavík, þannig að í einni körfu munu öll eggin brotna í einu.
Það verður að endurskoða þetta skipulag andvaraleysis og fara að horfa á heildarmyndina.
Leitar, björgunar og sjúkraflug, er samhangandi við skipulag og virkni sjúkrahúsa, þetta verður að vera, ásamt mannskap til að bregðast við, sem næst vettvangi.
Það hefur til dæmis sýnt sig í snjóflóðunum undangengin ár, að bið eftir aðstoð úr Reykjavík er of mikil og veður hafa stöðvað og aftrað för björgunarliðs þaðan.
Gott er að hafa öflugt lið á höfuðborgarsvæðinu, en glapræði er að hafa ekki líka jafn öfluga stjórnstöð með þjálfuðum mannskap, tækjabúnaði og þyrlum á Akureyri, öflugt sjúkrahúsið sem þar er, hefur og getur vel tekið á móti sjúkraflugi frá öðrum landshlutum til jafns við Reykjavík.
Setjist menn yfir þetta og skoði Ísland og hafsvæðið hér í kring, safni saman gögnum um siglingar, helstu veiðislóðir, ferju og farþegaflug, ásamt tölulegum upplýsingum varðandi slys, leitir, sjúkra og leitarflug í gegn um tíðina og staðsetningu náttúruhamfara, hljóta menn að sjá skinsemina í því að dreifa áhættunni og stytta viðbragðstímann eins og hægt er.
Þetta er líka spurning um að skoða sjúkrahúsin og staðsetningu þeirra út frá flutningstíma slasaðra, til að geta eflt aðbúnað og getu þeirra til að taka á móti slösuðu fólki.
Við eru líka að lenda ítrekað í því að mótöku sjúklinga er hætt á einstaka sjúkrastofnun vegna sýkinga, og að ætla svo að byggja eitt stórt hátæknisjúkrahús í Reykjavík er varla gæfulegt.
Leit haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.