Skrítið vandamál

Hvers vegna er þetta vandamál á Egilsstöðum og nágrenni, en ekki í Hafnarfirði eða á Akranesi.

Það er ekki eins og þetta sé fyrsta álverið á landinu né það eina sem hefur rekstur.

Er ekki eitthvað að búnaðinum eða er kunnáttan ekki til staðar, þetta er vert að skoða.

Hlýtur að skapast skaðabótaábyrgð hjá þeim sem er að valda þessu tjóni ítrekað, og kröfuréttur hlýtur að vera til staðar hjá hérum, þegar nýleg raftæki eru að gefa sig langt á undan eðlilegum líftíma.


mbl.is Álverið sló út rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"...og kröfuréttur hlýtur að vera til staðar hjá hérum,...."

Hérum?

Vendetta, 4.3.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Íbúar á Fljótsdalshéraði og starfsmenn hjá Héraðsverk eru oft kallaðir Hérar, svona til styttingar

Sumir af yngri kynslóðinni vilja samt frekar kalla okkur Hobbita, eftir áhorf á myndirnar Lord of the Rings

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.3.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Er ekki ástæða bara sú, að enn er verið að keyra upp restin af kerjunum. Og þess vegna eru ákveðnir byrjunarörðugleikar hvað varðar spennustjórnun og þar frameftir götunum ?

Þetta verður allt helvíti gott, þegar allt er komið í 100% gang og nýja brumið farið af verksmiðjunni.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 5.3.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta hefur oft verið gert áður, og engin ástæða til að nýta ekki reynslu annarra í svona vinnu, sé ekki að RARIK eigi að halda nýliðanámskeið á kostnað raftækja almennings.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband