Þriðjudagur, 4. mars 2008
Græðgin er að kæfa Egilsstaði
Íbúðarverð á Egilsstöðum er í þvílíkum hæðum, að hægt er að segja að fasteignarsalar og húsbyggendur séu nánast búnir að verðleggja Egilsstaði út af markaðinum, um allt stendur óselt húsnæði og enn er verið að byggja nánast óseljanlegar byggingar í dag.
Verði ekki fljótlega mikil breyting í sölu fasteigna, er von á frekari skriðu uppboða og harmleikja í samfélaginu.
Meðal fermetra verð sérbýlis á Egilsstöðum, er nánast jafnhátt verðinu í Reykjanesbæ og Árborg, 22.000 hærra á fermeti en í Fjarðabyggð, sem er við hlið álvers og ekki tapast vinnuvaktir vegna ófærðar þar.
2005 bjuggu 3.368 á Fljótsdalshéraði en 4/3 2008 eru 4.075 íbúar.
2005 kostaði fermetri 121.848.- á Fljótsdalshéraði, en 2008, kostar fermetri 189.061.- .
2000 leigðist fermetri á 169.-. á Fljótsdalshéraði, en 2008, leigist fermetri á 1.171.-.
Í Reykjavík 2008, leigist fermetri á 1.300.-. til 1.900.-.
Í dag 4/3 2008 eru skráðar 286 eignir til sölu á Egilsstöðum, samkvæmt fasteignarvef mbl
2005 bjuggu 3.177 íbúar í Fjarðabyggð en 4/3 2008 eru 5.133 íbúar.
2005 kostaði fermetri 112.716.- í Fjarðabyggð, en 2008 kostar fermetri 167.647.- .
2008 leigðist fermetri á 847.- í Fjarðabyggð.
Í dag 4/3 2008 eru skráðar 376 eignir til sölu í Fjarðabyggð, samkvæmt fasteignarvef mbl
Þjónustufyrirtækin leita inn á stærri markaði og fjöldi íbúa togar þau til.
Græðgin kemur til með að kæfa allt samfélagið, verð á íbúðarhúsnæði fælir fólk frá búsetu og ofurverðlagning á leiguhúsnæði, er líka til þess fallin að fæla fólk frá búsetu, þetta þíðir minni tekjur sveitarfélagsins og skertrar veltu þjónustufyrirtækjanna.
Ef skoðað er hlutfall starfsmanna Alcoa álversins sem búa á Egilsstöðum, og hvert nýir starfsmenn flytja, er framtíðar þróunin sýnileg og ofurverðlagning á leigu og íbúðarhúsnæði mun flýta fyrir fækkun, og beinlínis keyra niður með sér þjónustufyrirtækin og atvinnuna í leiðinni.
Héraðsbúar verða að taka sig á og fara að horfa í kringum sig áður en illa fer, gera verður Egilsstaði að fýsilegri búsetukosti og efla ímyndina, gera verður átak í ferðaþjónustunni og fá flugbrautina lengda sem fyrst, til að geta aukið ferðaþjónustuna, og náð jafnvel inn vöruflutningum í lofti.
Bílasala á Egilsstaðartúninu og nýja miðbæjarskipulagið er voða gott mál, en mun það brauðfæða okkur eða bara auka skuldir sveitarfélagsins, er forgangsröðuninni rétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
Skil ekki????? - Á að lækka íbúðaverð og leiguverð handvirkt á Egilsstöðum? - Þurfum við þá ekki einhverja íbúðaverðsstofnun ríkisins ohf?, eða leiguverðstofnun ríkisins ohf? - íbúðaverð á Egilsstöðum hefur alls ekki tekið stærra stökk en víða annarsstaðar. Stökkið er hærra á fjörðum því þar hafði íbúum alltaf fækkað, öfugt við Egilsstaði. - Egilsstaðir hafa greinilega ennþá aðdráttarafl fyrst 30% starfsmanna álversins eru tilbúnir að fara til vinnu þaðan, rúmlega 30 kílómetra leið yfir 400 metra háan fjallveg, sem getur verið veðravíti. - Nei það er margt brýnna á Egilsstöðum en að lækka íbúðaverð. - Og svona fyrir utan þetta, þá mætti skilja af fréttum að það væri verið að taka allt landrými af Egilsstaðabændum með þessum skika sem talað er um. Síður en svo og hingað til hefur verið séð til þess að þeir fái ríflega bætt það sem þeir missa og svo verður örugglega nú.
Haraldur Bjarnason, 5.3.2008 kl. 08:38
Ef þú skoðar tölur Haraldur, er þetta búið að breytast hratt, 22,5% starfsmanna Alcoa búa á Egilsstöðum en 72% eru í Fjarðabyggð, 5,5% eru svo annarstaðar búsettir.
Frá 2005 til 4/3 2008 hefur íbúum á Fljótsdalshéraði fjölgað um 707.
Frá 2005 til 4/3 2008 hefur íbúum í Fjarðabyggð fjölgað um 1.956.
Ef menn skoða þessa þróun, og horfa á gríðarlega hækkun íbúðarverðs og mikillar hækkunar á húsaleigu, finnst mér tengjast saman orsök og afleiðing.
Það verður sjálfvirk lækkun á þessum hlutum án aðkomu Ríkisins, en ég hvet menn frekar til að halda verðlagningu innan skynsemismarka og lifa af, en lenda í fjölda uppboðum, sem er sú verðlækkun sem markaðurinn mun framkvæma sjálfvirkt, þegar að greiðsluþroti kemur.
Varðandi Egilsstaðarbændur og lóðarskikann dýrmæta, er þetta ekki bara pólitískt leikrit minnihlutans í bæjarstjórn.
Ég mundi samt sakna þess að hafa ekki kýrnar á vappi þarna, gætum að vísu keypt eins og 10 kýr til að láta bíta grænu svæðin og spara túnsláttinn.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.