Fimmtudagur, 6. mars 2008
Tala verðið niður
Uppgangur á Austurlandi hefur fært mörgum íbúum miklar eignir, í formi verhækkana á fasteignum, loksins er fasteignareigendum á stórum hluta Austurlands gert fært að eiga sparifé til síðari nota.
Þessu fylgir samt sá vandi að ef fasteignaverð er spennt of hátt upp, er hætta á verðhruni sem bitnar á öllum eigendum fasteigna, og líka á sveitarfélögunum sem hafa notið gríðarlegrar tekjuaukningar af þessari hækkun, í formi fasteignargjalda og annarra tekna.
Það vekur athygli mína við þessa frétt, að notast er við tölur frá 2007, en ekki nýjustu tölur á fermetraverði fasteigna, þetta lækkar fermetraverðið sem er gott að því leiti að verðið 4/3 2008, er orðið of hátt, og greinilegt að hagsmunaaðilar hafa orðið áhyggjur af bólusprengingu verðlagningarinnar.
Að halda fasteignarverði innan skynsemismarka er nauðsynlegt fyrir alla aðila, seljist ekki nýbyggingarnar sem eru komnar og verið er að byggja, komast byggingaraðilar í þrot, seljist ekki fasteignirnar sem fólk er að selja til að geta greitt fyrir nýbygginguna sem það keypti, fara heilu fjölskyldurnar í þrot, seljist ekki fasteignir og fjölgi ekki íbúum eru sveitarfélöginn kominn í vandræði, því búið er að fjárfesta mikið í nýju gatna og lagnakerfi, skólabyggingum og fleiru sem til þarf, til að taka á móti nýjum íbúum, engir nýir íbúar þýðir engin aukning útsvarstekna.
það eru því gríðarlegir hagsmunir í húfi, ef menn verðleggja sig út af markaðinum, og valda verðhruni á fasteignarmarkaði, eða fæla burt íbúa með ofurverðlagningu á leigu og fasteignarverði, er búið að eyðileggja og fórna gríðarlega miklum árangri, fyrir stundar gróða og græðgi fárra.
Og öll vitum við hverjir hafa mesta hagsmuni af uppsprengdu verði, og eru bara í gullgreftri.
Fasteignaverð á Fljótsdalshéraði og Akureyri að verða hið sama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.