Vampíra eða ekki

Hefur einhver skilgreint orðið Vampíra, er verið að lýsa veru sem sígur blóðið úr annarri veru, eða er veran að sjúga lífið úr fólki, og lifir svona sníkjulífi, leggst á þá sem eru veikari fyrir en aðrir.

Finnst einkennilegt hvað mörg Íþróttarfélög, opinber fyrirtæki og Sveitarfélög hafa kastað íbúum sýnum fúslega fyrir einkarekna rukkara, sem virðast hafa það eitt markmið að hafa sem mest út úr hverju íbúa.

Er betra að fá fólkið inn sem þiggjendur hjá Félagsmálasviðinu, eftir meðferð hjá duglegum rukkara, en leiðbeina fólki og aðstoða við að bjarga sér sjálft.

Er mannfyrirlitningin orðin svo mikil að íbúarnir eru ekki lengur fólk, heldur annað hvort tekjur eða kostnaður.


mbl.is Intrum Justitia berst fyrir starfsleyfi sínu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já samfara græðgisvæðingunni er mannfyrirlitning. Rétt er það.

En er búið að fjarlægja þessa frétt af forsíðunum??  

Ólafur Þórðarson, 5.3.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Meira að segja Borgarbókasafn Reykjavíkur er með fyrirtækið á sínum snærum svo ekki sé minnst á videóleigur, Birting og fleira. SKiptir þá engu máli hvort að raunverulegt ,,mál/krafa" liggi að baki innheimtunni. Nú ef aðgerðir Intrum duga ekki til, grípur Lögheimtan til sinna ráða.

Sveitarfélögin mörg með samninga við fyrirtækið. Fínt að sjá að einhverjir eru ekki sáttir við starfs- og innheimtuaðgerðir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband