EINKENNILEGT RÉTTARFAR

Einkennilegt réttarfar sumstaðar, væri gaman að lesa rökstuðninginn fyrir þessum dóm Ítala
mbl.is Ítalskar konur mega ljúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta er alls ekki einkennilegt. Þetta er sambærilegt við t.d. þá engilsaxnesku hefð að ekki sé hægt að vitna gegn fjölskyldumeðlimum, og hina stjórnarskrárbundnu bandarísku reglu að maður þurfi ekki að vitna gegn sjálfum sér.

Í Provence til forna var manni einum sem var ákærður fyrir manndráp virt það til refsiþyngingar að hinn myrti var ástmaður eiginkonu hans, því með verknaði sínum hafði hann valdið eiginkonu sinni óþarfa sársauka.

Þessi dæmi segja okkur í raun meira um afstöðu til hjónabandsins en um réttarfarið á viðkomandi stöðum.

Elías Halldór Ágústsson, 9.3.2008 kl. 08:55

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Elías Halldór.

Takk fyrir upplýsingarnar, þetta er áhugavert sjónarmið í dómshefðinni og gefur aðra sýn á Ítalska dóminn.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 12:41

3 identicon

Elías: ég verð að vera frekar ósammála þér um að þessi dæmi séu sambærileg.

Mér finnst frekar stór munur á því að það sé löglegt að bera ekki vitni og þegja eða þá að BERA vitni sem er vísvitandi lygi.

það er annað að hjálpa ekki við rannsókn máls eða dómsmál og að torvelda það með röngum upplýsingum, og þar sem fólk þarf ekki að bera vitni gegn vilja sýnum brýtur það samt lögin ef það velur að bera ljúgvitni frekar en að halda sér saman.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband