Er þetta ásættanlegt

Er þetta ásættanlegt, finnst fólki hér vera refsing sem hæfir glæpnum.

Hvar eru mörkin á þyngd dóms og hvers vegna er þessi dómur þyngri en aðrir dómar sem hafa verið í um ræðunni, er verið að flétta saman brotum á mörgum lagagreinum, og ná þannig að fella þungan dóm, hvað skýrir svona misþunga dóma fyrir svipuð brot.


mbl.is Hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svona dóm vil ég sjá fyrir ALLAR nauðganir.  Það vekur athygli mína að það eru tvær konur meðal dómara.  Þessi dómur sýnir svo ekki verður um villst, að dómarar hafa heimildir til þyngri dóma en þeir hafa verið að beita.  Ég gleðst yfir þessum dómi og vona að þetta sé fordæmi sem dómstólar landsins munu nýta sér í framtíðinni. 

Anna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hlýtur að liggja einhver rökrétt skýring fyrir þessum dóm og mismuninum við aðra eldri dóma.

Hef enga trú á tilfinningartengdu dóm, einhver flétta.

Verð bara að lesa þetta.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Skil ekki misræmið í dómunum þó ég sé sammála þeim sem nú féll. Jafnt á yfir alla að ganga. Kannski það sé nokkuð til í því sem Anna bendir á; það voru 2 kvendómarar. Það á hins vegar ekki að hafa áhrif.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband