Mánudagur, 14. apríl 2008
Pólverjar hafa áhyggjur
Frétt með fyrirsögninni Pólverjar hafa áhyggjur, vakti athygli mína í Morgunblaðinu, og þá sérstaklega vegna þess að ekki er boðið upp á að tengja blogg við þessa frétt, hér er link á fréttina:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/14/polverjar_hafa_ahyggjur/
Erum við svo illa stödd, að ekki er hægt að taka málefni til umfjöllunar vegna ótta við öfgafólk og rasista, eða er þetta enn eitt tilfellið um umfjöllunarstýringu blaðsins.
Í fréttinni kemur fram, að það er af frumkvæði Pólverja búsettra á Íslandi, sem vakin er athygli á tilvist og hegðan glæpagengja úr fangelsum Póllands hér á landi.
Mikill meirihluti Pólverja sem hingað hafa komið til að vinna og jafnvel sest hér að, er heiðarlegt, duglegt og gott fólk, aðeins lítið brot glæpamanna leynist þar innan um og kemur óorði á heila þjóð með 39.000.000 manna, takist Lögreglu að vinna sér traust Pólverja er vel hægt að einangra þennan glæpalýð, og er það verðugra verkefni en þegar Sérsveitin var að hamast á krakka kjánunum í Saving Iceland samtökunum.
Við ættum líka að horfa í eigin barma og hugleiða hvernig til dæmis er litið á okkur sem þjóð, þegar Íslenskir glæpamenn komast í fjölmiðla erlendis til að kynna sýn verk.
Þeir Pólverjar, Lettar, Litháar, Rússar, Bretar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn, Grænlendingar, Danir, Norðmenn, Svíar, Kanadamenn, Tælendingar, Filippseyingar, Pakistanar og Ísraelsmenn sem ég hef starfað með í gegn um árin, hafa reynst hvað að mér hefur snúið, gott, heiðarlegt og duglegt fólk.
Eini hópurinn sem fór í pirrurnar á mér, var frá fyrirtæki í Ísrael, en vegna trúar þeirra eru allir sem ekki eru Gyðingar, taldir óhreinir og mannverur af lægra kyni, kannski er þetta viðhorf þeirra líka tilkomið vegna áratuga baráttu fyrir tilveru Ísraels, í bland við trúarofstæki, kannski er rangt af mér að segja frá þessum viðhorfum, sem flest allir einstaklingar hópsins tjáðu mér eftir að ég hafði verið meðtekinn í hópinn, en við erum að mörgu leiti mjög líkar þjóðir, grunnt á einangrunarstefnu til að verjast sem öruggt og opið samfélag ættingja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.