Endalausar sögur

Er ekki komin tími á að staðsetja eftirlitsmyndavélar um borð, þá getur enginn hent neinu án þess að vitað sé um það.


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... bræður mínir og faðir voru sjómenn... þeir segja mér að alla tíð hafi verið stundað brottkast...hef að vísu ekki nýverið spurt þann bróður sem en er til sjós hvernig þetta er nákvæmlega í dag... en sá áhafnameðlimur sem kjaftaði frá brottkasti, var rekinn og settur í útlegð... þ.e. aðrir útgerðarmenn varaðir við að ráð slíkan mann.

Brattur, 16.4.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Nokkrar góðar myndavélar og réttur búnaður, ætti að duga til að rjúfa þagnamúr óttans

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er ekki bara málið að taka almennilega til í kvótakerfinu og hætta að hlusta á Hafró eins og heilaga kú? Brottkast er ekkert nýtt af nálinni og hefur sennilega sjaldan verið minna en nú. Stóð sjálfur á kösinni upp að öxlum(já eða hné) á Halanum og austur í Reykjafjarðarál á árum áður og gerði ekkert annað en að moka fiski í sjóinn aftur þegar verið var að moka inn afla í flottroll. Sef ennþá illa útaf þessu "by the way"

Halldór Egill Guðnason, 16.4.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Dóri minn, við höfum báðir séð ýmislegt í þessum bransa og ekki allt fallegt. Við vitum líka báðir að eftirlitmyndavél yrði bara einn brandarinn í viðbót.

Víðir Benediktsson, 16.4.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Menn hafa siglt í áratugi um hafsvæðið við Ísland, með botnvörpur sem þekja jafn stór svæði og jumboþota, það er nánast allt dautt sem eftir verður, bæði það sem sleppur á milli möskvana helsært og botndýrin, svo er tekið til við brottkast á því sem upp kemur.

Þetta er þvílík villimennska og rányrkja, og svo eru menn hissa á aflabrest og lélegum árgöngum.

Við höfum farið með hafssvæðið eins og trylltir villimenn, ekkert vitað né hirt um að skoða miðin né botninn, og í mörg ár fóru togararnir með víra og keðjur um botninn til að slétta kóralrifin sem rifu trollin, uppeldisstöðvar seiða voru eyðilagðar með skipulögðum hætti, og svo fóru menn að veiða einstaka tegundir án tillits til jafnvægis á milli stofna, ofveiddu loðnu og kvörtuðu svo yfir seiðaáti hjá grind horuðum þorsk.

Iðrast þess nánast að hafa tekið þátt í að hrekja Bretana á brott af Íslandsmiðum, hefði kannski verið betra að hafa þá áfram.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Víðir

Hvað er svona fyndið við eftirlitsmyndavélar

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég var ekki nema 32 ár til sjós og veit það að ef ég ætlaði að svindla á kerfinu léti ég myndavélar ekki trula mig. Þær myndu virka álíka vel og myndavélarnar í miðbæ Reykjavíkur. Veit ekki til þess að ofbeldi eða fíkniefnaneysla hafi minnkað við þær. Það verður aldrei hægt að skanna heilann frystitogara með vélum svo mikið er víst. Kæmu trúlega að litlu gagni helísaðar á Halanum.

Víðir Benediktsson, 16.4.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Misskilningur Víðir

Ég er að tala um sönnun fyrir ásökunum um brottkast, og fælingarmáttur myndavélanna mun virka, varla fara menn að henda afla fyrir borð á meðan Fiskistofa horfir á og tekur brotið upp.

Búnaðurinn þolir umhverfið vel og með réttri staðsetningu fer fátt framhjá sjón linsunnar, sé nú ekki að helísaður togari á halanum, sé í miklu brottkasti ef ísingin þekur allt í miklum mæli.

Höfum ekki efni á að leifa mönnum að fara svona með miðin, það verða margir áratugir án fiskveiða er stóra hrunið kemur, gangi menn ekki af ábyrgð um hafssvæðið á að svipta þá umgengnisréttin og skella þeim í nálgunarbann.

Svo er hneyksli hvað stjórnvöld gera lítið í að rannsaka hafssvæðið við Ísland.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.4.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband