Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Í fílabeinsturni hrokans
Í fílabeinsturni er sagt að menn sitji, sem ekki eru í tengslum við þá sem land byggja.
Átök dagsins eru ekki bara vegna rekstrarkostnaðar hjá atvinnubílstjórum og sýnilegs vilja sérsveitarmanna til að lenda í átökum.
Átökin eru líka vegna mikillar óánægju með stjórnvöld og stjórnmálamenn, endalaust er níðst á almenningi með hækkun álaga til að greiða fyrir einkaþotuferðir, ofureftirlauna til þingmanna, ráðningu aðstoðarmanna fyrir þingmenn til viðbótar aðstoðarmönnum ráðherra, úthlutun styrkja til stjórnmálaflokkana úr ríkissjóð, flutningi skattbyrðar frá fyrirtækjunum og yfir á almenning, einkavæðingar banka og annarra fyrirtækja almennings og úthlutun til sérvalinna gæðinga, úthlutun kvóta þýfis til útgerðarmanna og bann við sjálfsbjörg með fiskveiðum, endalaus úthlutun starfa til fyrrum þingmanna á kostnað almennings, og það nýjasta verður björgun bankana með sjálftökufé úr lífeyrissjóðum landsmanna og jafnvel gjafafé úr íbúðarlánasjóð.
Draumurinn um skiptingu þjóðarinnar er að rætast, gæðingarnir úthluta sjálfum sér miljónir í mánaðarlaun, á meðan almenningur sér fram á nauðungaruppboð, sérsveitin lemur samborgarana með kylfum, og sinnir hlutverki sýnu að verja fólk í fílabeinsturnum, sem er upptekið við að skammta sér og sýnum vel á diskinn.
Misskiptingin er að rjúfa friðinn í samfélaginu, og Björn ásamt meðreiðarsveinum sýnum er að ná takmarkinu, að búa til sveit manna sem lemur á samborgurum sýnum til að verja Aðalinn.
Menn geta setið á alþingi og sett lög, en sé ekki sátt um lögin í samfélaginu og hvernig þeim er framfylgt, brestur undirstaðan.
Ég óttast að dagurinn í dag marki nýja tíma í samskiptum stjórnvalda og almennings, ég óttast að lögreglan einangrist sem óvinurinn og rakki valdastéttarinnar.
Þá er illa komið, og hið nýja skipulag Dómsmálaráðherra og félaga færi löggæsluna inn í blindgötu sem skilar engu nema vantrausti almennings og árangursleysis.
Undirstaða samfélagsins er friður og sátt um lög, gott samstarf þeirra sem sinna löggæslu og borgaranna, er lykillinn að árangri í baráttu gegn fíkniefnum og skipulögðum glæpum, sé þetta samstarf og sáttin rofin, eru menn að uppskera vonda hluti.
Lögregla brást rétt við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega samála þér þetta er aðalatriðið
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.4.2008 kl. 22:33
Góð færsla. Dómsmálaráðherrann ætti að hafa hugfast mótmæli hugmyndafræðilegra fyrirrennara flokkssystkina sinna sem hentu afbragðsgóðu bresku tei í Bostonhöfn hér á öldum áður!
Nema vitaskuld að þeir sömu fyrirrennarar hafi í rauninni verið breskir konungssinnar... - sem vel gæti verið!
Hafðu þökk fyrir að leyfa utanaðkomandi að gera athugasemdir á þínu bloggi. Ekki gera það allir.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:44
Þvílík steypa.
Viltu ekki skrifa niður líka hverju þú hefur farið á mis við í lífinu? Mér finnst að mótmæli ættu að vera hnitmiðuð en það sem þú mótmælir eru minnst 15 atriði. Pólitík Íslands þykir einhver sú óspilltasta í heiminum samanber:
http://en.wikipedia.org/wiki/Corruption_Perceptions_Index#CPI_Ranking_.282002-2007.29
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:02
Gunnar Geir
Það er greinilegt að þú ert nýlega fæddur, og trúir lyginni ef hún er fest á blað.
Þú þroskast
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.4.2008 kl. 23:08
Til þess að spilling mælist þá þarf einhver hátt settur að viðurkenna hana hvað ef menn líta bara ekkert á þetta sem spillingu?
bæti við þessu úr Wikipedia greininni sem þér yfirsást Gunnar Geir
Skaz, 24.4.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.