Laugardagur, 3. maí 2008
Mannbætandi list
Það er mannbætandi list sem vekur fólk til umhugsunar um eigin viðhorf og fordóma, hin kristni kærleikur og umburðarlindi okkar er sett í próf, greinilegt að margir falla á því prófi.
Merkilegt þetta orðalag um trúfrelsi í stjórnarskránni og svo hvernig greinin er svo túlkuð þegar á hana reynir.
Sjötti kaflin úr Stjórnarskránni
62. grein
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. grein
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
64. grein
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borðið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum
Kvartað til lögreglu yfir bænakalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þér væri holt að rifja um mankyn söguna
Adolf (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:37
Nei þetta er viðbjóður og það alveg hreinræktaður VIÐBJÓÐUR!!
óli (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:38
Ekki fyrir mjög mörgum árum var ég með flokk byggingarmanna í vinnu og þurftu þeir að nota hamra við mótauppslátt. Það lá á að ljúka verki og komið fram um klukkan 10 um kvöldið, en þá mætti lögreglan á svæðið og óskaði eftir því að mennirnir hættu vinnunni vegna ónæðis og kvartana nágranna. Það hljóta að vera til einhver lög og reglugerðir um svona lagað! Varla þarf hann Allah hinn mikli að vera að láta að hæla sér hér upp á Íslandi að næturlagi, eða þjáist hann af einhverri minnimáttarkennd og athyglissýki? Eða er svo ástatt um listamanninn, ef til vill? (bænakallið er að mestu lofsöngur um Allah og hann Mó)
Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:06
Ljónshjarta
Tel listamanninn vel geta virt lög og reglur, við sættum okkur við gól og háreysti skemmtanalífsins, en þolum ekki bænaköll Múslíma.
Hvað segir þetta um okkur.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 18:41
Þórarinn Ingi Jónsson, listnemi, segir að bilun í hugbúnaði hljóti að hafa valdið því að upptaka af bænakalli múslima fór að hljóma klukkan fimm í nótt. Segir hann að upptakan eigi ekki að hljóma á nóttunni, heldur eingöngu á milli kl. 8 og 22
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.