Er ekki eitthvað að

Skrítið að menn sjái ekki hvernig ofbeldi og harka hefur stigmagnast eftir því sem kylfum og úðabrúsum fjölgar.

Skrítið að menn átti sig ekki á því að hin mikla nálægð á milli lögreglu og almennings hefur haldið Íslandi öruggu og friðsælu.

Einkennilegt að menn vilja rjúfa tengslin og bæta í vopnasafnið, eins og gert hefur verið víða erlendis með skelfilegum afleiðingum.

Er enginn að læra neitt af mistökum annarra, vilja menn endilega berja samborgarana til hlýðni við valdsstjórnina, enda í skotbardögum og bræðravígum Sturlungaaldar

Rauðavatns málið sýnir ekkert annað en uppgjöf fyrir ofbeldis og öfgaöflum innan lögreglunar, getuleysi samningarmanna, afspyrnu lélega þjálfum lögreglunar og algert getuleysi stjórnenda.

Svo heimta menn sem ekki hafa stjórn á sjálfum sér rafbyssur, eins og þeir séu ekki nógu hættulegir samborgurum sýnum fyrir.

Það þarf að fara í gegn um lögregluliðið og hreinsa til, hækka laun og bæta við menntun, þjálfa betur mannskapinn, styrkja stjórnun og þjálfun sérsveitarinnar, en henda út þekktum ofbeldis ruddum í búningum sem þeir færa skömm til.

Einkennilegt að litla Ísland sé með stærri sérsveit en Finnland, töluverður munur á íbúafjölda.


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalli Smára

Er þetta endilega í þessari röð?? Að ofbeldi eykst eftir því sem lögreglan styrkir vopnasafn sitt?? Gæti nú frekar trúað því að ferlið sé í hina áttina.

Útaf einhverju vilja þeir auka við afl sitt núna en það er ekki af ástæðulausu. Ofbeldisaðferðir eru grófari en áður. Hafi lögreglan ekki græjur til að takast á við grófara ofbeldi nú hún verðar undir og hvað þá?? Þarf einn lögreglumaður að liggja í valnum áður en við opnum augun, má ekki taka upp aukið afl áður?? svona svo við séum einu sinni á undan?

 Ef það þarf eitthvað frekar til en að sussa á samborgara til að fá þá til að framfylgja reglum þá þarf bara að gera það. Við viljum vera örugg og þeir sem ekki eru til trafala þyrftu því ekki að óttast það að vera barinn, heldur þessi 5% sem láta ekki segjast sé sussað á þau. Ég er samt ekki að segja að það sé í lagi að lögreglan berji mann og annan, það er aldrei í lagi, en það er heldur ekki í lagi að 5% séu að leggja mig, mína, þig og þína í hættu.

Kalli Smára, 3.5.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú veist mína skoðun á þessum málum Þorsteinn Valur.  Ég er hjartanlega sammála þér.

Anna Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill og athyglisverður. Ekki frá því að þarna hafir þú lög að mæla Þorsteinn Valur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður pistill - Myndirnar frá vettvangi við Rauðavatn segja okkur allt sem segja þarf. - Þær ættu að vera lögreglustjóranum jafn gagnlegar og eftirlitsmyndavélar eru daglega.

Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 11:36

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

"Einkennilegt að litla Ísland sé með stærri sérsveit en Finnland, töluverður munur á íbúafjölda."

Þú ert alltaf með staðreyndirnar á tæru...

sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Karhuryhm%C3%A4

Sérsveit Finnsku lögreglunnar er með 90 meðlimi. 

Fyrir utan það smáatriði að lögreglan í Finnlandi ber skotvopn daglega við skyldustörf. Og þar er öflugur her, með sérsveitum sem getur aðstoðað lögregluna eftir þörfum.

Svo langar mig að spyrja þig, vilt þú vinna á 700 manna vinnustað þar sem einn starfsfélagi þin slasast nánast á hverjum degi? (eða það sem réttara er: er beittur ofbeldi og meiðist þess vegna).

Tveggja ára  nám auk starfsþjálfunar og reglulegra endurmenntunar er heilmikið nám og sambærilegt við nám hjá öðrum þjóðum.

Júlíus Sigurþórsson, 3.5.2008 kl. 14:02

6 identicon

Ahtyglisvert sjónarmið og svei mér þá ef þetta er ekki málið. 

alva (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Eins og þú kannski veist Júlíus, þá er verið að fjölga og á eftir að fjölga í sérsveitinni á þessu ári, tölur miðast við það.

http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%A9rsveit_r%C3%ADkisl%C3%B6greglustj%C3%B3ra

Finnland er með landamæri að 3 öðrum ríkjum, og íbúafjöldin var 2005 5.252.778.

Ísland er eyja út í Atlandshafi með rétt um 300.000 íbúa

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 18:38

8 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Þetta er bara ekki rétt á wikipedia!

Sérsveitamenn RLS eru 42 núna en verður væntanlega fjölgað í 48 nú í haust.  Sjá frétt hér. En ég hef frekari trú á fréttum af vef RLS heldur en wikipedia.

2003 voru 7.764 vopnaðir lögreglumenn í Finnlandi, auk sérsveitarinnar. Samtals með sérsveit eru það þá 7.834 á 5.252.778 íbúa (við getum gengið út frá því að lögreglumönnum hafi fjölgað síðan þá). Sem telst þá vera 1 vopnaður lögregluþjónn fyrir hverja 670 íbúa í Finnlandi. Uppl um finnsku lögregluna má finna hér.

Á Íslandi eru 42 vopnaðir lögreglumenn fyrir 312.000 íbúa. Eða 1 vopnaður lögregluþjónn fyrir hverja 7.428 íbúa.

Þú mátt heldur ekki gleyma því að 3.600 landamæraverðir eru í Finnlandi, auk þess sem 16.500 manns er í landhernum. Allt er það vopnað fólk.

Júlíus Sigurþórsson, 3.5.2008 kl. 20:28

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hvað með NATO, hvað höfum við mikinn liðsafla þar ef á reynir

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 20:58

10 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

NATO hefur engan liðsafla. NATO er samtök margra ríkja um sameiginlegar varnir. Ekki löggæslu.

En ef þú átt við eitthvað eins og hraðlið NATO (sem eru liðsmenn aðildalanda) þá gætu þeir komið hingað með 7 - 10 daga fyrirvara.

Miðað við Finnland, þá eru finnskir hermenn eitthvað sem getur brugðist við ef finnska lögreglan stendur frammi fyrir einhverju sem þeir ráða ekki við. En það er tvennt ólíkt hvort verið er að færa menn til innanlands eða á milli landa.

Júlíus Sigurþórsson, 4.5.2008 kl. 10:06

11 Smámynd: Halla Rut

"Rauðavatns málið sýnir ekkert annað en uppgjöf fyrir ofbeldis og öfgaöflum innan lögreglunar, getuleysi samningarmanna, afspyrnu lélega þjálfum lögreglunar og algert getuleysi stjórnenda."

Algjörlega 100% sammála. Og við höfum ekkert í NATO að gera.  

Halla Rut , 4.5.2008 kl. 12:57

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Svo rétt,og Nato er hvort sem er löngu búið að týna tilgangi sínum.

Haraldur Davíðsson, 4.5.2008 kl. 16:24

13 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Getur einhver bent mér á óvininn, sem gerir það að verkum að við þurfum einhverja sérsveit umfram 16 vel þjálfaða menn í almennu lögreglunni.

Getur einhver nefnt óvin sem almenna lögreglan getur ekki tekist á við, hvar er þessi óvinur.

Er það kannski svo í raun, að menn lýta á almenning, sem ógnunina sem kallar á sérstaka óeirðarlögreglu og sérsveit.

Hér er tölfræði af vef Lögreglunar, sem sýnir hina miklu glæpaöldu sem kallar á stærri sérsveit og rafbyssur.

Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum málaflokkum 2001 til 2005 og 01.01.2006 til 27.12.2006.

2006- 2005 -2004 -2003 -2002 -2001

Auðgunarbrot 6.099 -6.082- 9.716- 10.041 -11.330 -10.522

Áfengislagabrot 1.587- 1.762 -1.553 -2.009 -1.984 -2.230

Brot gegn friðhelgi einkalífs 693- 774 -734- 874 -758- 759

Brot gegn lífi og líkama 1.381- 1.587- 1.476- 1.663- 1.654- 1.737

Eignaspjöll 3.285- 2.643 -3.536 -3.883 -4.141- 4.463

Fíkniefnabrot 2.034 -1.816- 1.671- 1.385- 994 -911

Skjalafals 218 -333- 328 -340- 513 -398

Nytjastuldur 436- 348 -463- 412- 566 -388

Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum málaflokkum 01.01.2007 til 27.12.2007.

Auðgunarbrot 6.204

Áfengislagabrot 1.339

Brot gegn friðhelgi einkalífs 583

Brot gegn lífi og líkama 1.684

Eignaspjöll 3.362

Fíkniefnabrot 1.842

Skjalafals 213

Nytjastuldur 430

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband