Fimmtudagur, 8. maí 2008
Stöðvum ofbeldisdýrkun
Legg til að við stöðvum ofbeldisdýrkun og hættum að leysa vandamál með gasi, kylfum og rafbyssum.
Frekari vopnanotkun lögreglu mun ekki gera neitt annað en virka sem bergmál, andsvarið mun vera vopnaðir afbrotamenn sem munu fara að skjóta á móti, og þá erum við illa stödd.
Fólk ætti að styðja við Amnesty samtökin og hafna ofbeldi.
Amnesty leggst gegn notkun rafbyssa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 106185
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; þorsteinn valur !
Tek undir; hvert orða þinna. Hætt er þó við, að skelmirinn; Björn Bjarnason, og gæðingasveit hans, reyni til hins ýtrasta, að koma á enn frekara hörmungarástandi hér, með sínum illsku fyrirætlunum.
Með beztu kveðjum, sem ætíð / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:32
Þessu er ég hjartanlega sammála.
Gísli Hjálmar , 8.5.2008 kl. 22:03
Hárrétt hjá þér. - Aukin vopnaburður lögreglu kallar á meira ofbeldi. - Svona vopn er einfaldlega ekki hægt að setja í hendurnar á mönnum, sem ekki er treystandi fyrir kylfum og spraybrúsum.
Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 22:37
Algerlega sammála.
Georg P Sveinbjörnsson, 8.5.2008 kl. 23:06
Hvernig á lögreglan að taka á brjóluðum útúrdópuðum einstaklingum sem eru að ráðast á þá eða á annan saklausan einstakling? Bjóða þeim kaffi?
Ef maður væri að ráðast á þig og væri að berja úr þér líftóruna hvað mundir þú vilja að lögreglan gerði?
Ætti lögreglan að a) beita þeim ráðum sem eru fyrir hendi til að stöðva árástina strax b) bjóða manninum í nefið og vona að það róaði hann c) bíða eftir að hann kláraði að berja þig til að hann væri orðinn þreittur svo hægt væri að handtaka aumingja ógæfumanninn án þess að meiða hann að óþörfu?
Hin Hliðin, 9.5.2008 kl. 00:14
Hin hliðin
Í ansi mörgum tilfellum er hæfni í mannlegum samskiptum lykillinn að árangri en ekki átök, það þarf að þjálfa lögregluna líka á því sviði og aga þessa ungu gutta sem halda að búningnum fylgi rétturinn til að sýna yfirgang, hroka og beita ofbeldi.
Virðing er áunnin en verður aldrei í lög sett sem annað en markleysa.
Lögreglan hefur í sýnum fórum gas, kylfur, skotvopn og þjálfun í líkamlegum átökum, ég álít að þessi vopnabúnaður dugi vel og að engin ástæða sé til að láta menn sem ekki geta haft stjórn á sjálfum sér né valdið kylfu og gasi, frekari vopn til að misbeita í æsing augnabliksins.
Vandamál löggæslunnar er innanhúss hjá valdsstjórninni og í yfirstjórn lögreglunnar, slíkt verður ekki leist með rafbyssum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 11:04
Þjóðfélagið er að breytast og það kallar á endurskoðun á öllum sviðum, líka innan löggæslunnar. Ég hallast að því sem Hin hliðin lagði hér til málanna. Skrifaði reyndar um þetta um daginn (Löggulíf) en það er svo furðulegt með það, að þá loksins sem maður skrifar um eitthvað sem máli skiptir þá virðast ekki margir vera tilbúnir að rökræða málin, velta upp flötum og koma með sjónarmið. En þegar maður klæmist á einhverju rugli til að stytta sér stundirnar, þá fyllist salurinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 12:50
NEÐAN BELTIS TRYGGIR LESENDUR, SJÁ ELLÝ.
En ég sé ekki annað en að rafbyssur drepi fólk, er þörf á því.
http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/528580/
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 12:58
Þorsteinn. Það sem ég var að tala um var þegar einstaklingur er að ráðast á þá. Það þarf ekkert sérstaklega mikið gáfumenni til að sjá að þegar árás er yfirstandandi þá þarf að bregðast við á annan hátt en að "tala menn niður".
Ég get ekki betur séð en að rafbyssur séu ekki jafn hættulegar og sumir vilja láta af.
http://spectrum.ieee.org/dec07/5731
Menn þurfa líka að átta sig á því að ekkert af þeim verkfærum og aðferðum sem lögreglan notar er hættulaust. Táragas getur skemmt augu ef menn fá ekki rétta meðhöndlun eftir á og það getur farið mjög illa með öndunarfæri hjá þeim sem eru veikir fyrir. Kylfunotkun getur auðveldlega valdið miklum líkamlegum skaða, allir sem vilja geta séð það. Einfallt tak eins og að snúa upp á hendurnar á mönnum sem eru að berjast um getur valdið handleggsbroti.
Niðurstaðan er þessi: Lögreglan þarf oft að beita miklu valdi, hvort sem er gegn einum einstaklingi, sem lætur ófriðlega eða gegn hópi einstaklinga sem er að veitast að þeim eða öðrum saklausum vegfarendum. Lögreglan þarf að hafa tæki og tól til að geta sinnt vinnunni sinni á sem öruggastan hátt fyrir sig, almenna borgara og þá sem er verið að handtaka, en þegar maður sem er verið að handtaka beitir sjálfur ofbeldi og lætur sér ekki segjast þá er það allavega mín skoðun að hann er búin að fyrirgera sínum rétti á mjúkri meðhöndlun.
Hin Hliðin, 9.5.2008 kl. 15:18
Hin hliðin
(Leiðinlegt að hafa ekki nafn)
Eins og þú veist, eru við daglega fyllt af "sannleik", okkur er sagt ýmislegt og við lesum alskyns hluti, við upplyfum og sjáum, út frá þessum upplýsingum myndum við okkur mis réttar skoðanir.
Mín ályktun er sú að rafbyssur séu verkfæri sem valdi dauða ákveðinnar prósentu einstaklinga, og byggi ég það á upplýsingum frá fjölda netmiðla sem segja frá dauðsföllum vegna þessara vopna, ásamt fréttatilkynningu frá Amnesty.
Mín ályktun er líka sú að þessum rafbyssum verði misbeitt af lögreglu og er þekkt að rafbyssur eru jafnvel notaðar sem pyntingartæki, ég byggi það á fjölda frétta af slíku sem finna má á netmiðlum og er hægt að rekja sumar heimildir til dómsmála um slíka hluti.
Valdbeiting er stundum nauðsynleg við að stöðva einstaklinga, og sé ég þá töluverðan mun á milli marbletta og eða brotnu beini sem grær, eða hjartastoppi og dauða af völdum rafbyssu.
Löggæsla verður aldrei áhættulaus né öruggt starf, rafbyssur kalla bara á að ofbeldismenn henda hlutum í lögreglu til að tryggja fjarlægð eða afla sér skotvopna, og hvað þá.
Stigmögnun á hörku er ekki það sem eflir samskipti á milli lögreglu og borgara, þeir sem vita um starfssemi glæpamanna verða ekkert frekar tilbúnir til að gefa upplýsingar eftir nokkur raflost frá lögreglu, ég tel hagsmunina og ávinninginn af því að halda samskiptum eins góðum og hægt er, vera það mikla að einn og einn löðrungur sé ásættanlegur.
Nú ef menn sætta sig ekki við það er bara að fá sér aðra vinnu.
Ég er ekki tilbúin að sætta mig við að Íslenska lögreglan komi fyrir sjónu sem fasistagengi, marseri um bæinn í flokkum sem hræði alla frá samskiptum, þannig að dagbók lögreglu sýni fækkun mála og lögregluþjónar geti keyrt um bæinn sem leðurklæddir sýningagripir, en stjórn götunnar og undirheima fari í hendurnar á skipulögðum glæpasamtökum, þangað fer stjórnunin þegar fíklarnir og smákrimmarnir eru orðnir hræddari við lögregluna en glæpalýðinn og það er ekki það sem við viljum eða hvað
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 16:31
Þorsteinn, þér finnst semsagt í lagi að menn ráðist á lögregluna?
Eftir þessi skrif þín þá virkar þú sem frekar veruleikafyrrtur einstaklingur. Þú mátt alveg hafa þína skoðun á hlutunum en hún er bara einfaldlega röng.
Fólk er að henda hlutum í lögregluna og ráðast á hana þrátt fyrir að engar rabyssur séu til staðar. Þér finnst það sjálfsagt í lagi, það fylgir júi starfinu og ef menn geta ekki sætt sig við það að á þá sé reglulega ráðist án þess að þeir megi verjast þá eiga þeir bara að finna aðra vinnu er það ekki?
Eitt að lokum. Man enginn eftir Kompásþættinum þar sem þeir urðu sér út um skammbyssu á mettíma?
Hvaðan ætli skammbyssan hafi komið? Þeir sem eru í undirheimunum eru allir vopnaðir, alltaf!
Þeir eru kannski ekki allir með skotvopn en það er leikur einn að drepa mann með eggvopni, kúbeini, járnröri og öllu mögulegu. En, lögreglan verður víst að sætta sig við þetta, ekki viljum við að hún geti varið sig gegn lífshættulegum árásum. Það fylgir nú starfinu að á þá sé ráðist.
Hin Hliðin, 9.5.2008 kl. 17:25
Þorsteinn, þér finnst semsagt í lagi að menn ráðist á lögregluna?
Hvar segi ég það, voðalega er þetta ódýrt og ómerkilegt.
Eftir þessi skrif þín þá virkar þú sem frekar veruleikafyrrtur einstaklingur. Þú mátt alveg hafa þína skoðun á hlutunum en hún er bara einfaldlega röng.
Voðalega erfitt að ræða við nafnlausa einstaklinga sem saka fólk um veruleikafyrringu og færa engin rök fyrir neinu, bara ódýran málflutning öfgafullra fullyrðinga.
Skotvopn eru sem betur fer ekki notuð enn og er talið að ástæðan sé sú að ekki er notast almennt við rafbyssur og skotvopn við handtökur, verði það gert í einhverjum mæli, er vitað að harkan eykst á báða bóga, lögreglan vígbýst og glæpalýðurinn gerir hið sama, rannsóknir frá ýmsum ríkjum hafa sýnt þessa þróun og er enginn ástæða til að endurtaka sömu mistök og þegar hafa verið gerð annarstaðar.
Tími öfga aflana mun eflaust koma, og það mun verða almenningur sem ber tjónið og tekur afleiðingunum, en ekki kjánarnir sem ýttu ofstækinu af stað án hugsunar.
Tölfræði um glæpi á Íslandi segir enga ástæðu til að vopnast frekar, því glæpum fækkar jafnt og þétt, við höfum því verið að gera rétta hluti og vonandi að svokölluð skipulagsbreyting hafi ekki eyðilagt árangurinn af áralöngu starfi almennu lögreglunnar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 17:50
Þorsteinn, ég fæ ómögulega séð hvernig það á að vera erfitt að ræða við mig þó að þú vitir ekki hvert mitt raunverulega nafn er.
Kíktu á þetta http://www.logreglan.is/default.asp?cat_id=1209&module_id=210&element_id=9029 Þetta er tölfræði frá Ríkislögreglustjóra sem sýnir glögglega að alvarlegum ofbeldisbrotum fer fjölgandi á milli ára.
ég tel hagsmunina og ávinninginn af því að halda samskiptum eins góðum og hægt er, vera það mikla að einn og einn löðrungur sé ásættanlegur.
Nú ef menn sætta sig ekki við það er bara að fá sér aðra vinnu.
Þarna segir þú að það sé í lagi að ráðast á lögreglumenn. Ég er samt alveg sammála því að það er hægt að bæta samskipta margra lögreglumanna við almenning og að samskipti þurfa að vera góð.
Í þessari umræðu er ekki bara verið að tala um notkun voppna gegn lögreglunni í landinu. Lögreglan verður líka að geta varið hinn almenna borgara. Hvað er langt síðan maður var skotinn á íslandi? mannstu það? Hvað hefði lögreglan átt að gera ef hún hefði komið að þar sem verið var að undirbúa skotárásina? Vona að sérsveitin gæti verið nægjanlega fljót á staðinn?
Öll dýrin í skóginum eru ekki vinir og á meðan svo er þá finnst mér alveg gjörsamlega óásættanlegt að lögreglan hafi ekki þau tæki og tól sem til þarf svo að hún geti varið almenna borgara landsins sem best verður á kosið.
P.s. það eru engar rannsóknir sem sýna það að aukinn viðbúnaður lögreglu kalli á aukinn vopnaburð glæpamanna. Þvert á móti hefur það sýnt sig í Bretlandi að það hafði þveröfug áhrif. Glæpamenn vita að lögreglan (flestir allavega) getur andskotan ekkert gert við þá.
Hin Hliðin, 9.5.2008 kl. 20:43
Hin Hliðin
Já já endilega að vopna liðið og taka inn allan pakkann, rafbyssur, skammbyssur og hunda.
Þá er hægt að spranga um bæinn og berja mann og annan eða siga hundinum á liði og jafnvel fara á skytterí.
Æðislegt að hafa svona lítið Bagdad eða svona minni útgáfu af vestur bakkanum hér heima, fá fútt í þetta.
Ættir annars að að mínu áliti að hætta í lögreglunni.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 12:00
Hér er slóð á kvæði sem ég ætla að láta standa sem mína síðustu færslu um þetta málefni, að vísu á annars síðu en örugglega heimilt.
http://arh.blog.is/blog/arh/entry/536091/
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 12:06
Þegar engin rök eru fyrir hendi þá er gripið til útúrsnúninga. Gaman að ræða við svoleiðis menn.
Ég þakka fyrir samræðurnar, þetta var gaman.
Hin Hliðin, 11.5.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.