Þriðjudagur, 10. júní 2008
Að rjúfa friðin
Að rjúfa friðinn, virðist vera markmið Björns Dómsmálaráðherra og Haraldar Ríkislögreglustjóra ásamt fylgifiskum þeirra.
Ísland er og hefur verið í áratugi eitt friðsælasta ríki heimsins, því breyttu Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson án hugsunar eða samráðs við aðra, þeir munu hafa óhreinan orðspor og skömm alla tíð.
Björn Bjarnason hefur safnað að sér hirð manna, sem heldur í hugarheimi hinna oftsóknarbrjáluðu, að landið sé umkringt óvinum, þeir leita og leita en finna engan óvin, þannig að þrautarlendingin er að búa til óvin, jafnvel ímyndaðan og ósýnilegan óvin frekar en viðurkenna að enginn óvinur finnst.
Björn og félagar hafa hamast við að endurskipuleggja almennu lögregluna, sem haldið hefur friðinn með sóma í áratugi, þeir hafa flutt stöðugildi almennu lögreglunar til Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem er annað nafn fyrir Íslenska hulduherinn (Svartstakkana), það er engin með einhverja heilbrigða skinsemi í höfðinu, tilbúin til að samþykkja Íslenskan her til að berjast við ímyndaða óvini.
Ísland friðsælast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björn er vænisjúkur fasisti.
Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 21:40
Því fyrr sem við losum okkur við þetta lið því betra ...
Þannig er það bara.
Gísli Hjálmar , 10.6.2008 kl. 22:03
´
Hvað heldur þú að G.W.Bush sé að gera með þessari viku löngu Evrópuheimsókn, annað en að reyna að safna liði til að ráðast inn í Íran, eins og hann gerði með heimsóknum fyrir Íraks innrásina.
Nema, nú hafa Evrópubúar lært að þessari skepnu og hans hyski er ekki treystandi. Hvað var svo Condolessa Rice fjöldamorðingi að gera hér??? Jú, auðvitað að safna liði.
Annað en nú þora þeir ekki sterkari yfirlýsingum en að: "Beita Írana sterkum efnahagsþvingunum!!!" - Svona höfum við heyrt fyrr.
Kær kveðja, Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 11.6.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.