Orðið bara gott í bili

 

Held að ég hætti að hafa áhyggjur af heiminum um stund, hann hefur dafnað ágætlega án mín all lengi og mun gera það eftir minn dag, samt alltaf gaman að taka þátt í umræðum og koma sýnum sjónarmiðum  og reynslu á framfæri, það er lítið gagn í þekkingu og reynslu , ef hún er tekin með í gröf hins dauða, það munum við öll upplifa þegar sá tími kemur.

Ætla að snúa mér að öðru um stund, og taka hlé á blogg.is

Áskil mér samt rétt á að skipta um skoðun öðru hvoru, og jafnvel hrella mann og annan.

Gleðilegt sumar og gott gengi.

Ps : Sá þennan klóra sér á kviðnum, greinilega voða gott

Kvið klór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu nú genginn í barndóm? - Þú ert allt annað barn á myndinni hérna á síðunni. Haltu samt endilega áfram að skipta þér af málum. Kveðja í bloggfríið

Haraldur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er sami karlinn, er bara orðin feitt, sköllótt og miðaldra barn núna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.5.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband