Piparúði og Rafbyssur

Það er vandlifað, mannleg samskipti eru greinilega ekki kennd að neinu ráði hjá lögreglu og bara notast við gamaldags óttastjórnun og óþarfa ofbeldi, vel hægt að taka þennan mann með smá fortölum og lagni, alger óþarfi að úða á hann eða ógna honum með úðabrúsanum, sem bara espir menn.

Þarna hefðu menn gripið til Rafbyssu ef hún væri á boðstólnum, miklu nær að fara að þjálfa Lögregluna almennilega og vanda betur inntöku lögreglumanna, með persónuleikaprófum.

Það verður að ganga í að endurskoða Lögreglulið landsins, við þurfum ekki svartstakkalið.

Við þurfum að efla almennu lögregluna til muna, bæta launakjör og tryggja henni góðan tækja og aðbúnað, samhliða öflugu stuðningsliði sem hjálpar til við þjálfun og líka til við að greiða úr andlegum áföllum sem fylgja þessu vandasama starfi.

Kröfur til Lögreglumanna verða að vera meiri en um líkamlegt atgervi, hæð og þyngd, þeir verða líka að þurfa að standast persónuleikamat fagmanna, áður en þeir eru vopnaðir búnaði sem getur skaðað fólk og eða er  veitt heimild til þess, þá verður að vera til utanaðkomandi, innra eftirlit sem fjallar um alla valdbeitingu Lögreglu sem kvartað er yfir, og tryggir þannig með hlutleysisstöðu sinni trúverðuga umfjöllun um slík mál.

Löggæsla er erfitt og vandasamt starf, sem krefst vandaðs vals á starfsmönnum og trausts frá almenningi.

Þetta traust hefur verið skaðað og án þess er Lögreglan illa stödd, hún verður sem blind án hjálpar frá almenningi og ábendinga þaðan um lögbrot, einangrast með svartstakka liði Björns inn á lögreglustöðvum og hin skipulagða glæpastarfssemi tekur yfir, neitendur, fyrirtækjaeigendur og almenningur sættir sig við að greiða glæpalýðnum lausnargjald fyrir stolnar fartölvur og aðra hluti, fíklarnir fallast á að láta þá selja líkama sinn og stela eftir pöntunum, eigendur fyrirtækjanna sætta sig við að greiða fyrir vernd á eigum sínum sem starfsmönnum, og handrukkarar með okurlánum fylgir svo í kjölfarið, alveg eins og allstaðar hefur gerst þar sem samskiptagjá myndast á milli Lögreglu og almennings.

Að breyta ímynd Lögreglu frá traustvekjandi og ábyrgum einstaklingum sem vilja hjálpa fólki, yfir í ímynd svartstakka með úðabrúsa og rafbyssur, minnkar álagið og hjálpar Lögreglumönnum við að ýta fólki frá sér, en í staðin fyrir mörg minni mál koma bara færri en harkalegri samskipti.

Ef þú veist að einhver sem þú hefur tuskast við, mun framvegis ætla að berja þig með spýtu, þá færð þú þér spýtu líka, og þannig mun allur aukin vopnaburður virka sem speglun hjá Lögreglu, afbrotamenn taka upp samsvarandi vopn og samsvarandi hörku, þetta hefur gerst allsstaðar og engin ástæða til að endurtaka sömu mistök og aðrir hafa gert.

Það verður því miður að vera til Sérsveit, en hún á ekkert erindi með Almennu Lögreglunni, hún á að vera hjá Landhelgisgæslunni sem sólahrings vakt, og stuðningslið við Almennu lögregluna sem til annarra verkefna tengdum Tollgæslunni og Landhelgisgæslunni.

Og ímynd svartatakkana má aldrei blanda saman við ímynd Almannavarna, sú ímynd tengist Björgunarsveitum og Rauðakross en ekki Úða og Rafbyssum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband