Blómlegt á Kárahnjúk

Blómlegt við Aðgöng 2Það er orðið blómlegt í vinnubúðum Landsvirkjunar, við aðgöng 2 á Kárahnjúkum.

Anna í eldhúsinu og Erna eru báðar aðdáendur blóma og náttúruvænar, enda fljótar að finna gömlum öryggisskóm hlutverk, er fyrri notandi var farin úr landi.

Eins og sjá má er búið að dreifa plöntum inn eftir ganginum og lífga upp á umhverfið, enda flytur fólk á Kárahnjúka en skreppur í heimsókn til fjölskyldunnar, því þegar þú býrð í 10 daga þarna uppfrá en ferð niður á láglendið í 4 daga til fjölskyldunnar, þá virka vinnubúðirnar frekar sem heimilið, enda dvölin lengri þar.

Núna þegar verulega hefur fækkað í eftirlitsfjölskyldunni og erlendir starfsmenn eru að hverfa að mestu, má greina sorgarviðbrögð hjá mörgum því fólk dreifist aftur út um allan heim og óvíst að margir sjáist nokkur tíman aftur.

Væri virkilega verðugt verkefni fyrir útskriftarnema að gera sitt lokaverkefni um tengslamyndun og tengslaslit, meðal starfsmanna sem svona náið starfa saman í mörg ár, oft á tíðum.

Ættu kannski fleirri skilin "Sjómannaafslátt" á sköttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það hlýtur að vera svolítið tilfinningaþrungið að sjá þessa byggð fjara út. Samskiptin náin og aðstæður oft ,,frumstæðar". Tek undir með þér varðandi tillögu að verkefni. Verðugt verkefni fyrir sálfræðinema, nemendur í mannauðsstjórnun o.fl.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband