Blogg stífla

Er haldin blogg stíflu af versta tagi, búin að reyna sveskjur og ýmislegt annað en eftir að ég fór að skrifa dagskýrslur í vinnunni, hvarf öll löngun til að tjá sig á blogginu og finnst bara orðið gott að segja fátt og skrifa minna.

Hættur að horfa eða hlusta á fréttir og slekk í raun á flestum raftækjum sem standa fyrir útbreiðslu á á öðru bulli en net bulli, ótrúlegt hvað heimurinn verður friðsæll og fallegur við svona litla breytingu.

Sideways Farin út í sólina aftur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mikið til í því hjá þér að fréttaleysi bæti líðan.... ég er hjartanlega sammála því og horfi meðvitað ekki á fréttir af og til.... svo mér líði ennþá betur. 

Anna Einarsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Brattur

... þegar bloggstíflan brestur... verður þá ekki flóð?

Brattur, 7.9.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gott að sjá lífsmark með þér allavegana. Ég var farin að hafa áhyggjur.   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.9.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt Anna, fréttir eru aðallega um liðnar hörmungar og harmleiki, sem orðið er of seint er að bregðast við.

Bresti stíflan Brattur, er þá ekki betra að ritþarfar lónið sé lítið en stórt, annars drukknar fólk kannski í orðaflaum.

Veikur blogg púls kæra Helga, þarf eflaust að rjúka upp í (réttlátri) reiði yfir einhverju sem skiptir engu máli í heildarmynd lífsins, verð bloggvænni í skammdeginu, þegar blaðurkyrtlarnir fyllast á ný.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.9.2008 kl. 08:04

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Eðlilegt ástand, stífla gerir alltaf vart við sig á einhverjum tímapunkti. Síðsumarið varð fyrir valinu hjá þér í þetta skiptið. Ég býð spennt eftir haustfærslunum, svo ekki sé minnst á skammdegið í kringum jólin.

Þetta er allt að koma...........

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.9.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þarftu ekki bara að laxera?

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 19:43

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Halli

Hefur þetta reynst þér vel gæskur?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.9.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband