Laugardagur, 20. september 2008
Valdhroki og spilling, eða spuni
Undanfarna áratugi hefur það frekar verið regla en undantekning, að starfsmenn stjórnkerfisins hafa verið reknir ef þeir voga sér að andmæla einhverju sem pólitískir ráðamenn leggja fram.
Fólki sem er treyst fyrir skynsamlegri ráðstöfun fjármuna hefur oftast verið fórnað, ef það hleypur ekki eftir hugdettum stjórnmálamanna eða samþykkir án andmæla, illa grundaðar tilskipanir þeirra.
Með tímanum hefur tekist að byggja upp stjórnkerfi viljalausra já bræðra og systra, sem hoppa til og fylgir eftir jafnt ímynduðum sem raunverulegum vilja stjórnvalda, eins og sannaði sig í Baugsmáli og barsmíðum á vörubílstjórum við Rauðavatn.
Embættiskerfið ræðst orðið gegn þeim sem það heldur að fari í taugar ráðamanna, nefna mætti sem dæmi, framkomu við mótmælendur gegn Kárahnjúkavirkjun og Falum Gong meðlimi, þar sem fyrir liggur að ráðherrar stjórnuðu aðgerðum lögreglu beint.
Smá saman hefur bananalýðveldið byggst upp og blómstrandi spilling fylgt í kjölfarinu.
Verstu dæmin má samt sjá í skyldleikaræktuðu stjórnkerfi og þá sérstaklega innan sveitarstjórna á Íslandi, þar sem vináttu og ættattengslin ráða orðið mestu um úthlutun verkefna við verklegar framkvæmdir og ráðningar í störf eða gerð þjónustusamninga.
Ef spurt er um ástæður fyrir þessum ráðstöfunum er oftast vísað til nær hagsmuna sem réttlæting fyrir því að handstýra atvinnulífinu að hætti gömlu Sovétríkjanna, það gæti líka orðið óþægilegt andrúmsloftið í næstu fermingarveislu, ef frændi eða frænka fengju ekki verkefni til að halda áfram vondum taprekstri á vonlausu fyrirtæki, það eru bara sumir sem þurfa að taka afleiðingum gerða sinna og standast þær öldur sem rekstrarmistök geta valdið.
Oft talað í virðingartón um Bisnessmenn, sem hafa falið sig fyrir aftan hinar ýmsu kennitölur og skilja eftir sig brennandi slóð gjaldþrota annarra, en hinsvegar er talað um bjána og kjána sem taka afleiðingum gerða sinna og fórna frekar öllu, en láta aðra standa eftir í logum gjaldþrota, og svo eru þeir einstaklingar hundeltir af vanskilaskrá sem útilokar þá frá störfum, lokar þá frá þátttöku í atvinnulífinu svo árum skiptir og skipar á bekk með þjófum og dæmdum sakamönnum, en Bisnessmennirnir eiga kennitölur á lager og hvítflibbinn er hreinn á öllum skrám.
Kannski er þjóðarsálin smá saman að mótast af endalausu bulli lýðskrumara í ábyrgðarlausum fjölmiðlum, sem skrifa frekar það sem selst enn sannleika, og jafnvel búa til fréttir.
Slíkir "blaðamenn" eru sem snákurinn í Paradís í sögunni um Adam og Evu. Þeir hvísla í eyra og endurtaka lygina aftur og aftur, uns hún telst sannleiki á þeim forsendum að lygin er komin á prent og á allra vörum.
Ég sakna þess að sjá ábyrga blaðamennsku, þar sem birt er frásögnin með og móti, án þess að persónulegar skoðanir blaðamannsins og ritstjórans séu settar í fyrirrúm, þar sem lesandinn getur sjálfur mótað sér skoðun, og treyst því að sannleikur sé skrifaður.
Vonandi tekst þjóðarsálinni að yfirvinna blekkingarleikina sem stundaðir eru að væntingarsölumönnum og spunameisturum, vonandi verður embættismannakerfið varið og styrkt til að verjast ásókn tungufossana, því embættiskerfið er vélin sem heldur þjóðfélaginu gangandi og án þess að það sé sjálfstætt, heiðarlegt og sterkt, er voðin vís.
Stundum finnst mér flestum vera andskotans sama um allt, nema sjálfan sig sem nafla alheimsins.
Eða er ég kannski sjálfur að kasta steinum úr glerhýsi
Skipt um lögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Athugasemdir
Nýjasta sorgardæmið um afspyrnu vonda fréttamennsku er þegar Heimir Már Pétursson étur harðsoðið bullið beint upp úr Kristni H. Gunnarssyni varðandi innri mál Frjálslynda flokksins. Algerlega forkastanleg vinnubrögð tveggja gamalla kommatitta!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.9.2008 kl. 12:53
Góður pistill að vanda og víða komið við. Sé reyndar ekki samhengi á milli hans og athugasemda Helgu Guðrúnar. Hef ekki trú á því að Heimir Már láti einhvern þingmann úr minnihluta segja sér fyrir verkum. Stór orð hér látin falla án rökstuðnings.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 17:28
Mogginn sá heldur ekki samhengið í viðhenginu hjá mér, Guðrún Jóna. Það verður að vera ykkar vandamál.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.9.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.