Alvöru blaðamenn

Björn Bjarnason segir í viðtali við Vísi.is að hann sé ekki að bola Jóhanni R. Benediktssyni úr starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segist einfaldlega vera þeirrar skoðunar að oftar eigi að auglýsa slík embætti. Var þá ekki tilvalið samkvæmt þessu að auglýsa embætti Ríkislögreglustjóra laust til umsóknar en Haraldur Johannessen var fyrst skipaður til 5 ára í febrúar 1998? Ekki var auglýst 2003 og ekki á þessu eða síðasta ári. Hvað veldur þessari ósamkvæmni milli orða og athafna þegar almenn ánægja ríkir í samfélaginu og innan embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum með störf Jóhanns en almenn óánægja er með störf Haraldar hvarvetna, nema hjá náhirðinni auðvitað og föður hans? Getur verið að vinaböndin ráði hér för í tilviki Haraldar og að ummæli Björns um mál lögreglustjórans á Suðurnesjum séu aðeins innantómt raus til að breiða yfir hina raunverulegu ástæðu uppsagnarinnar sem er andúð Björns á Jóhanni?

Laugardagur 20. september 2008 kl 17:25

Höfundur: ritstjorn@dv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill og fróðlegur. Þessi gjörnungur ráðherrans er mjög skýr en að sama skapi smekklaus og mótsagnarkenndur. Það er ekki í fyrsta skiptið sem við sjáum Sjálfstæðismenn semja sínar leikreglur þegar það hentar. Í krafti meirihlutans eru þær samþykktar og teknar upp, athugasemdarlaust af hálfu eftirlitsaðila.

Ég hef alla trú á því að menn sjái þetta almennt. Það eru hins vegar ekki margir reiðubúnir til að stinga á slíkri valdsníðslu, einkum og sér í lagi meðal embættismanna og annarra opinberra starfsmanna. Þeir þurfa að framfleyta sér og öðrum og óvíst um atvinnumöguleika að námi loknu

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 01:35

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Frábær pistill, Valli.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kæru lesendur

Þessi pistill er skrifaður af ritstjorn@dv.is

Ekki mér, er samt bara svo hrifin af honum að ég sett hann inn og gat höfundar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.9.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Valli eða Reynir Trausta. Sama hvaðan gott kemur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband