Laugardagur, 4. október 2008
Óvinir lýðræðis
Óvinir lýðræðis eru menn sem enginn hefur kosið til að stjórna landinu, og virðast ætla sér að nota tækifærið sem hefur skapast, og þvinga ríkisstjórnina til aðildarviðræðna við ESB, og afsala þannig sjálfræði þjóðarinnar.
Þeim tókst að tala niður krónuna með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð, og ætla núna að nota lífeyrissjóðina okkar sem skiptiminnt, til að þvinga fram sýnar einkaskoðanir um framtíð landsins.
Svona er víst hægt að komast upp með á Íslandi, því þjóðin er sem viljalaus hjörð í höndum atvinnumanna í stjórnmálum, og sökum fundarleti þjóðarinnar hefur safnast inn í stjórnunarstörf hjá verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum, alskyns fólk sem enginn kaus til eins eða neins, nema handfylli af jábræðrum og nú súpum við seiðið af þátttökuleysi okkar sjálfra í stjórnmálum.
Stjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamennina eina um þau.
Einhverstaðar er það víst kallað landráð, að virða ekki leikreglur lýðræðis og reyna að koma þjóð undir erlend yfirráð.
Tekist á um ESB-tillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Athugasemdir
Óskar. Hvað sagði Sarkosi við Franska sjómenn? Jú ég vil hjálpa ykkur en ég hef bara ekkert um þetta að segja. Þið verðið að fara til Brussel því ég ræð engu og ekki heldur Franska ríkisstjórnin eða Þingið.
Það hefur verið draumur stórs hóps manna í gegnum aldirnar í þessum löndum að sameina evrópu. Síðast þegar það var reynt átti það að heita þúsund ára ríkið.
Fannar frá Rifi, 4.10.2008 kl. 18:14
Óvinir lýðræðis eru þeir sem hafa komið lýðræðinu í þessa aðstöðu sem það er í dag og munu láta lýðræðið blæða fyrir græðgi fárra einkarekinna banka.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:06
Davíð þú vilt Sverrir Hermannsson aftur?
Þú hefur kannski ekki opnað fréttamiðil nýlega og alavega alsekki opnað erlendan fréttamiðil.
Það er alþjóðleggjaldeyriskreppa. Þú veist. út um allan heim. 11 bankar í sem sýsla með galdra evru eru farnir á hausinn.
4 leiðtogar evrópu sitja núna og funda. þeir eru að ákveða örlög allra evrópu. hin "sjálfstæðu" ríkin fá ekki að vera með.
Fannar frá Rifi, 4.10.2008 kl. 20:39
Er ansi hrædd um að þú hafir rétt fyrir þér. Góður pistill og sannfærandi.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.