Talaði gengið niður

Skildi hann hugsa um þá gömlu góðu daga, er hann og Gylfi núverandi Forseti ASÍ hömuðust við að tala niður krónuna.

Það hjálpaði nú þjóðinni aldeilis vel.

Takk fyrir það strákar


mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

er bara leyfilegt að tala krónuna upp?  Útflutningsgreinar og íslenskt atvinnulíf almennt hefur kafnað í of sterkri krónu og of háum stýrivöxtum.  Á síðustu árum gekk að tala krónuna upp en alls ekki að tala stýrivextina niður.  -  Heldurðu að það skipti einhverju máli hvernig talað er um hlutina?  Ríkisstjórnin sagði að efnahagslíf væri sterkt og bankarnir traustir þangað til allt hrundi, ekki tókst henni að tala okkur upp úr og framhjá kreppunni.

Lúðvík Júlíusson, 16.11.2008 kl. 20:43

2 identicon

Gengi krónunnar byggist eingöngu á trausti og væntingum til hennar. Er annars ekki dauði og líf á tungunnar valdi?

 Það skiptir máli hvernig talað er um krónuna.

Axel (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þú orðar þetta vel Axel, gefum hlutunum hvorki meira nér minna líf en þeir eiga skilið og blekkjum okkur ekki með orðum.  Skáldskapur á heima í bókmenntum, ljóðlist og tónlist en um raunveruleikan er best að nota orð sem lýsa honum best, jafnvel þó það valdi sársauka um stundar sakir. 

 Sannleikurinn er sagna bestur.

Lúðvík Júlíusson, 16.11.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband