Virkja þetta framtak, virða einstaklinginn

Það er mín skoðun að virkja eigi skólakerfið til að byggja upp fyrir framtíðina.

Gefa á öllu því fólki sem verður atvinnulaust, kost á að afla sér frekari menntunar og til að sækja sér styrk á andlega sviðinu.

Atvinnulaus manneskja á að þurfa að gera áætlun um uppbyggingu á eigin þekkingu, ekki bara að gera áætlun um atvinnuleit.

Það á ekki að láta það fólk sem missir atvinnuna á næstunni, veslast upp heima hjá sér eða gefa því færi á að brjóta niður eigið sjálfsmynd, það er þekkt að slíkt gerist í flest öllum tilfellum.

Ég hef sjálfur verið þáttakandi í atvinnuátaksverkefnum fyrir atvinnulausa einstaklinga, í því verkefni tókst okkur í flest öllum tilfellum að skapa verkefni fyrir fólk, verkefni sem gáfu fólki kost á að halda sjálfsvirðingunni og leggja til samfélagsins sitt vinnuframlag.

Í tilfelli Austurlands er vel hægt að efla menntakerfið og stórauka framboð á áhugasviðs námskeiðum, sem og gera fólki kleift að taka þann grunn sem uppá vantar til að komast til stúdents, og eða halda til Háskólanáms.

Umhverfisnám og skógrækt er stórt svið sem þarfnast vinnandi handa, Ferðaþjónustan þarfnast mikillar uppbyggingar á sviði fræðslu um umhverfismál og stórbætts aðgengis ferðamanna sem og merkingar göngusvæða, aðstöðusköpun á áningarstöðum, uppsetningu upplýsingaskilta ofl.

Þetta eru allt verkefni sem eru ekki í samkeppni við aðra atvinnustarfssemi, og verkefni sem styðja við rekstur og uppbyggingu ferðaþjónustunnar, sem og annarra fyrirtækja.

Með því að byggja upp fólk og umhverfi er hægt að taka þessa neikvæðu atburði og nýta til að skapa jákvæða framtíð.

Fjármögnun svona verkefna er þegar að mestu til staðar innan fjárveitinga til skólamála, skógræktar, Atvinnuleysissjóðs og annarra opinberra sjóða eða stofnanna.

Það eina sem vantar er að koma þessum verkefnum af stað sem fyrst.


mbl.is Sérstök námsbraut fyrir atvinnuleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nákvæmlega það þarf strax að gera atvinnulausum kleift að komast í nám eða uppbyggileg störf á meðan fólk er á atvinnuleysisbótum. Segjum sem svo að þeir sem ynnu við skógrækt eða uppbyggingu fyrir ferðamálin, fengju a.m.k frítt fæði á meðan. Um það myndi muna hjá fólki sem fær rétt um 100 þúsund í bætur. Auk þess sem fólk hefði eitthvað fyrir stafni.

Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband