Sniðugt í Kína

Sé ekki að þetta sé endilega eitthvað sem þarf að vera neikvætt, hef lengi hvatt til þess að Íslendingar geri þetta sama og Kínverjar eru að gera, millifæra þekkingu á milli landa í formi þróunaraðstoðar.

Það er miklu betra að kenna fólki að hjálpa sér sjálft og aðstoða það á heima slóðum, en  flytja það á milli landa sem flóttamenn og eða safna í búðir til að geta fært mat, flóttamannabúðir eru ekkert annað en pesta og spillingar bæli sem brjóta niður allan vilja til sjálfbjarga.

Með því að Íslenska Ríkið greiði námskostnað fyrir td: verkfræðinga, kennara, lækna og fleiri starfsstétta, en fái í staðin td: 2 ár í sjálfboðastarfi á vegum hins opinbera í þróunarhjálp, væri hægt að efla raunverulega þróunaraðstoð okkar, en á sama tíma sækja gríðarmikla reynslu og þekkingu til annarra landa.

Að gefa, er stundum ríflega verðlaunað með því einu að þiggja.

Auk þess væri þetta gott tækifæri til að stofna til gagnkvæmra viðskipta á milli landa, báðum aðilum til hagsbóta.


mbl.is Flytja út bændur til Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband