Sama spillta sérhagsmuna liðið

Það eina sem hefur breyst er að nú berjast flokkarnir sýn á milli, vinstri sérhagsmunalýðurinn tekur alla af lífi sem tilheyra hægri sérhagsmunaliðinu, eftir situr þjóðin sem fær að borga fyrir endurskipulagningu sem miðast við að rétt flokksskýrteini sé forsenda stöðuveitinga.

Var þetta byltingin, var hún gerð til að bakka aftur til gamla aftökustílsins frá Stalín gamla, tíma hreinsana pólitískra óvina.

Er það virkilega enn í fullu gildi að  vera með innantóm loforð og bjóða kjúkling í hvern pot, án þess að hafa neinar lausnir á því hvernig á að borga fyrir kjúklinginn, gengur enn að gera svoleiðis hluti.

Vill þjóðin bara heyra fallegar sögur frá atvinnustjórnmálamönnum sem eru í vinsældakosningum, vill hún sofna aftur og missa af næstu kosningum, sem ráða úrslitum um það hvort við hendum út sérhagsmunaliði flokkana eða gefumst upp og gerumst ölmusafólk hjá ESB til allrar framtíðar.

Hvað ætli kosti að fljúga til Noregs eða Kanada


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.

Við skulum kannski minnast þess þegar ónefndur borgarstjóri seldi fyrirtæki í eigu borgarinnar eingöngu vegna þess að forstjórinn var honum ekki þénanlegur (ekki með rétt flokkskírteini).  Og losaði sig við hann þannig.

Ekki voru það aðgerðir vinstra pakksins. 

Téður borgarstjóri situr nú í öðrum stól

101 (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 08:08

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Eru menn ekki að grínast? Á öðru bloggi er aðgerðunum líkt við gyðingaofsóknir og hér líkt við hreinsanir Stalíns. Þetta er náttúrulega ótrúleg ósvinna.

Ég held að menn verði aðeins að gera sér grein fyrir því hvað verið er að segja og þó flokkslína Sjálfstæðisflokksins hafi fengið tilmæli um orðfæri í fjölmiðlum, þá getur það ekki hafa falið í sér tillögur um samlíkingar af þessum kaliber - ég bara trúi því ekki að þetta þjóni hagsmunum flokksins.

Elfur Logadóttir, 6.2.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Elfur, Það er sama hvaða flokkur situr við stjórnvölin, allir eru búnir að taka þátt í að ausa miljörðum í sjóði flokkana og pólitískar ráðningar eru frekar regla en undantekning.

Það á að vera í verkahring viðkomandi Ráðuneytis að ráða aðstoðarmenn fyrir Ráðherra eftir hæfni umsækjanda en ekki vera ráðherra sjálfra að ráða aðstoðarmenn með rétta flokksskírteinið.

Það er þjóðin sem borgað þessu fólki laun, ekki ráðherra.

 Það á líka að auglýsa allar stöður en ekki að úthluta eftir flokkslínum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.2.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband