Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Atvinnuuppbygging
Mér finnst að þetta þurfi að gera:
Iðnaður og nýsköpun
Að skapa atvinnu og byggja upp nýjar tekjulindir til framfærslu þjóðarinnar verður aldrei gert án þátttöku þeirra sem eru framtíð þjóðfélagsins, maðurinn og konan sem hafa hugmyndirnar og áræðnina til að hefja nýja framleiðslu á vörum og hugverkum.
Við erum kominn í virkilega erfiðleika vegna offramboðs á yfirveðsettu iðnaðarhúsnæði og nánast engrar fyrirgreiðslu til fyrirtækja sem eru mörg í rekstri sem reiðir sig á lánsfé.
Ég vil fara svipaða leið og er kynnt í svari 6.4.2009 til Hagsmunasamtök heimilanna um viðbrögð við vanda heimilanna.
Stofna sjóð sem hefur það hlutverk að yfirtaka allt það iðnaðarhúsnæði sem eigendur vilja losna undan að halda í rekstri og eða eru komnir í þrot með, sjóðurinn hafi lagalegt vald sem skiptastjóri og geti eftir yfirtöku iðnaðarhúsnæðis á metnu markaðsvirði óháðs matsaðila, innkalla allar kröfur í yfirveðsetta fasteign sem skiptastjóri sé og láti fara fram opinbert uppboð, þannig að í raun verði afskrifaður sá hluti áhvílandi lána sem er yfir markaðsverði og kemur til með að tapast hvort sem er þó síðar verði.
Ef eignin lendir í eigu iðnaðarhúsasjóðs ríkisins verði eigninni komið í rekstur með því að bjóða tímabil leigulausra afnota af slíku húsnæði til þeirra sem vilja hefja nýja framleiðslu, eða sköpun með stuðningi frá starfsmönnum sem ráðnir verða til að annast ráðgjöf og stuðning við nýjan rekstur og eða þeirra erlendu fyrirtækja sem hingað vildu koma gegn slíkum kjörum og jafnvel annarra ívilnana á svið skatta, ýmissa gjalda og eða kostnaðar sem hægt væri að draga úr tímabundið á meðann við værum að koma hjólum atvinnulífsins af stað.
Það er fólk um allt land sem hefur margt fram að færa og með því að hjálpa því af stað og styðja fyrstu skrefin er hægt að byggja upp fjölbreitt og skapandi atvinnulíf til framtíðar.
Landbúnaður
Landbúnaði á að gefa frelsi til athafna og setja ekki aðrar skorður við aukningu á framleiðslu en staðfestingu á að fóðuröflun sé trygg og að landið þoli það álag sem fyrirhugað sé, einnig fá bændur 15 ár til að afskrifa kvótakaup.
Samkeppnisstofnun hafi eftirlit með frjálsri framleiðslu og verslun með landbúnaðarvörur.
Styrki til bænda á að greiða þeim beint og það á svo að vera þeirra val hvort þeir kaupa ráðgjöf frá þjónustuaðilum eins og bændasamtökunum til dæmis, garðyrkjubændur eiga að njóta sömu kjara og önnur stóriðja en jafnframt á að fella niður allar aðrar niðurgreiðslur og greiðslur til samtaka bænda úr ríkissjóð
Bændur eiga að fá fullar heimildir til að selja sýna framleiðslu beint frá búi og skera verður niður álögur og ýmiss íþyngjandi gjöld og kvaðir á bændum, en styðja við opnun framleiðslumarkaða sem eins og fiskmarkaðir selji vörur bænda til bæði innlendra og erlendra kaupanda.
Sjávarútvegur
Kvótaeigendur fái að afskrifa kvótakaup á 15 árum en ríkið taki til þjóðar eignar afskrifaðan kvótann og bjóði út árlega veiðiréttin með landshluta bundinni vinnsluskildu aflans og gefið sé frelsi til strandveiða í gildrur og á handfæri.
Útgerðum verði boðnar ívilnanir ef afla er landað innanlands, framleiðendum verði einnig boðið það sama ef aflin fer til fullvinnslu innanlands.
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar verði stórefldar á öllum nýtingarmöguleikum hafs og botns til að geta nýtt allt sem getur gefið þjóðinni tekjur og til að hindra óbætanlegar skemmdir á lífríki hafsins með stjórnlausri veiði og skilningslausri umgengni um hafsvæðið.
Ferðaþjónusta
Móttaka ferðamanna verði stórbætt og úr öllum aðbúnaðar og aðgengismálum bætt til að tryggja varðveislu lands og umhverfis, með afmörkun og gerð göngustíga, fjölgun salerna og áningarstaða með viðeigandi aðstöðu, stórbættum merkingum og skildu kynningu á umhverfismálum fyrir alla ökumenn vélknúinna ökutækja sem til landsins koma.
Verulegt átak verði gert í að endurbyggja og lagfæra gamlar byggingar, mannvirki og söguleg verðmæti um allt land til að styrkja við ferðaþjónustuna og arfleifðina.
Ofangreind uppbygging og stuðningur við ferðaiðnaðinn verði atvinnuátaksverkefni sem miðist við að viðhalda gamalli verkþekkingu í bland við fræðslu og kennslu þátttakanda.
Þetta eru svona nokkrir punktar til að kynna mína sýn á hvað þurfi að framkvæma, til að við getum byggt upp sterkara samfélag um allt land, í stað þess að halda áfram stríðinu sem fyrri ríkisstjórnir hafa háð gegn landsbyggðinni á undanförnum árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2009 kl. 09:47 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn Valur.
Mjög góðar tillögur sem hljóma saman við mínar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2009 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.