Hagsmunasamtök heimilanna spyrja

Hagsmunasamtök heimilanna settu hálfsíðu auglýsingu á blaðsíðu 24 í Fréttablaðinu þann 6 Apríl og spurðu hvaða aðgerðir flokkarnir hefðu hugsað sér að grípa til vegna vanda heimilanna.

Í lýðræðishreyfingunni eru skoðanir jafn margar frambjóðendum vegna persónukjörs  og kjósendur  verða að velja sér þann frambjóðenda sem þeim líst best á, með því að raða þeim með númerum í kjörklefanum eða stroka yfir.

Þakka fyrir þetta tækifæri til að fá að svara spurningum ykkar um aðstoð vegna vanda heimilanna í landinu, sökum þess hvernig spurningarnar eru orðaðar fannst mér best að senda ykkur svarið með þessum hætti:

Mun leggja til að umsækjendur um það fyrirkomulag sem hér er verið að kynna fái með setningu bráðabyrðalaga greiðslustöðvun fram að gildistöku fyrirhugaðra laga og að lögin verði um stofnun B sjóðs íbúðalána sem hafi það hlutverk að taka við þeim íbúðum sem eigendur sjá fram á að þeir komist brátt í greiðsluþrot með eða eru komnir í þrot með.

Sjóðurinn geri samning við eigendur um yfirtöku eigna á metnu markaðsvirði óháðs matsaðila, geri svo kaupleigusamning við íbúðareigendur um fasteignina, þannig að fólk geti áfram búið í eignum sýnum og fjölskyldur flosni ekki upp .

Kaupleigusamningar og mat á greiðsluþoli sé gert í samvinnu við ráðgjafamiðstöð heimilanna til að tryggja það að ekki sé gengið of nærri raunverulegri greiðslugetu fólks.

B sjóður íbúðalána verði skráður eigandi fasteignar og hafi rétt til að innkalla allar kröfur í fasteign sem er yfirveðsett sem skiptastjóri og láti fara fram lokað uppboð á meðal kröfuhafa, þannig verði í raun afskrifaður hluti áhvílandi lána.

Hæðst bjóðandi í eignina verði að taka við eign með áhvílandi kvöð um forkaupsrétt og kaupleigusamning við upprunalega íbúðareigandann í lok uppboðsferils.

Ég er í raun að tala um endurfjármögnun á forsendum veruleikans í dag og afskriftir á fyrirsjáanlegu tapi lánveitandans.

Samhliða þessum aðgerðum mun ég leggja til að fyrir fyrsta lokaða uppboð hjá B sjóð íbúðalána sé verðtrygging lána til íbúðarkaupa einstaklinga bönnuð, þannig að engar verðtryggðar skuldir hvíli á þeim fasteignum sem í gegnum kerfi B sjóð hafa farið.

Með kveðju

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm

XP


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband