Sunnudagur, 12. apríl 2009
Frétt sem vert er að rifja upp
Ráðherrar standa þessa dagana í átökum við að framfylgja ákvörðunum Alþingis um sparnað hér og þar í ríkisgeiranum. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokkanna sjálfra sluppu hins vegar alveg undan niðurskurðarhnífnum. Styrkirnir byggja á þriggja ára gömlum lögum en samkvæmt þeim þarf flokkur að hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum til að fá styrk. Fjárhæðinni úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Samkvæmt þessu ákvæði skipta flokkarnir á þessu ári 371 og hálfri milljón á milli sín.
Þessu til viðbótar fá þingflokkar 65 milljónir króna til ráðstöfunar beint frá Alþingi og 70 til 80 milljónir króna fara á árinu í launagreiðslur til aðstoðarmanna þingmanna og flokksformanna. Fjárstyrkir ríkissjóðs til stjórnmálaflokka hafa snarhækkað á undanförnum árum, úr 295 milljónum króna árið 2006 og upp í 510 milljónir króna. Hækkunin nemur 73 prósentum. Þetta eru ekki einu opinberu styrkirnir til flokkanna því sveitarfélögum hefur með lögum frá Alþingi verið gert skylt að styrkja stjórnmálasamtök.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð athugasemd en má ekki líka skoða hvaða hlutfall af tekjum flokkana koma frá hinu opinbera t.d. yfir 70% hjá Samfylkingunni.
Hvernig væri að fá verulegan niðurskurð þarna, þarna væri um hreinan sparnað að ræða án þess að segja þyrfti upp ríkisstarfsmönnum.
Það er undarlegt að nokk hvað menn geta fjallað um, rétt er að þessir styrkir voru mjög háir og á þeim tíma. En hvað með aðra flokka, allir flokkar fengu mun hærri styrki 2006 en bæði árin á eftir og undan hvað segir það. Jú einfaldlega þá notuðu allir flokkarnir tækifærið og söfnuðu styrkjum af meiri krafti en áður, jú það sama og flestir íslendingar gerðu um árið þegar skattlausa árið var og tekin var upp staðgreiðsla, þeir sem það gátu unnu meir þetta árið til að sleppa við skatta.
Hitt er ekki síður athyglisvert að enginn virðist hnjóta um þá staðreynd að flestir flokkarnir eru með neikvætt eigið fé, það er eiga ekki fyrir skuldum og samkvæmt reglum um lögaðila á Íslandi er lögbrot að reka fyrirtæki á þann hátt. Framkvæmdatjórar flokkana eru ábyrgir persónulega fyrir því að reka flokkana með neikvætt eigið fé. ER ÞETTA EKKI SKOÐUNNAR VIRÐI.
Annað sem er nokkuð áhugavert að allir flokkar hafa á landsfundum sínum ályktað um jafnrétti þegna þjóðfélagsins og að allir eigi að vera jafnir. Af hverju gildir það ekki um atkvæðaréttin? Eru kjósendur á Norðurlandi meiri menn en þeir fyrir sunnan. Væri ekki rétt að setja þetta inn í stjórnarskránna. Það má kanski vonast eftir að stjórnlagaþing taki á þessu og setji landið í eitt kjördæmi þar sem allir eru jafnir. Þetta gæti stjórnlagaþingið gert og þarf ekki að spyrja alþingi eða flokka um samþykki. Stjórnarskráin er jú æðri kosningarlögum og þeim þyrfti þá að breyta til samræmis.
Ég sé ekki betur en að við getum endalaust gagnrýnt flokkana fyrir ýmislegt en en um sinn sitjum við uppi með flokkana og eigum við þá ekki líka að fjalla um mikilvæg atriði eins jafnrétti þegna landsins varðandi kosningarrétt.
Guðmundur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:46
Tek undir með þér Guðmundur að hér þarf að skoða betur, það vantar ekki bara skýrar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og framboða heldur skýrar siðareglur fyrir hið opinbera á öllum stigum stjórnsýslunar
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.4.2009 kl. 14:03
Sæll Þorsteinn Valur.
Ég get ekki ímyndað mér annað en ný ríkisstjórn muni þurfa að endurskoða þessa þætti eins og margt annað.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.