Forgangsverkefni

Það verður að vera forgangsverkefni að virkja þann mannauð sem á atvinnuleysisskrá er, fyrirtækin þarf að efla til sóknar og hvetja þarf þjóðina til dáða svo þessari þróun sé hægt að snúa við.

Við flytjum inn töluvert af vörum sem við getum framleitt sjálf og út annað sem við getum unnið frekar til að auka verðmæti og skapa störf.

Atvinnulausum á að veita kost á endurmenntun sem og starfsnámi, þar mætti nefna endurbyggingu gamalla menningarverðmæta, jafnt fasteigna sem véla og almennt alls þess sem til menningarverðmæta telst og ber að varðveita, þetta getur líka nýst í ferðaþjónustu til að sýna okkar sögu og rætur þjóðarinnar.

Að snúa neikvæðri þróun yfir í jákvæða uppbyggingu og nýta sem tækifæri, hlýtur að vera forgangsverkefni fyrir nýja frambjóðendur og væntanlega valdhafa.

 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 8,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í einu og öllu. Forgangsverkefni er virkja þá sem eru á atvinnuleysisskrá. Ekkert er ömurlegra en langvinnt atvinnuleysi í þjóðfélaginu.

kv. Hannes Ingi Guðmundsson, frambjóðandi í 4. sæti Reykjavíkur Suður fyrir Borgarahreyfinguna 

Hannes Ingi Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Frábært Hannes Ingi, ef við komumst báðir inn á þing getum við unnið þetta saman.

kv. Þorsteinn Valur, frambjóðandi í 1. sæti Suðurkjördæmi fyrir Lýðræðishreyfingin 

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.4.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband