Þetta virkar

Það er einkennilegt að ganga þurfi fram með offorsi til að njóta sama réttar og aðrir gera, í morgun var engin tenging á XP.IS á kosningavef RÚV en núna er þetta komið en til dæmis eru allir framboðslistar sýndir í Suðurkjördæmi nema Lýðræðishreyfingin á vef RÚV.

Og svo er þetta fólk að gera skoðanamyndandi kannanir á fylgi flokkana en er bara nýlega farið að setja Lýðræðishreyfinguna inn í spurningarnar.

Greinilegt að RÚV er fjórflokksveldinu til sóma enda hefur verið valið í gegn um tíðina fólk þarna inn af útvarpsráði flokkana, ég hélt í barnaskap mínum að allt nýja fólkið sem er komið þarna inn myndi boða breytingar en maður efast stórlega eftir að hafa fylgst með atburðum síðustu daga.

Ég vona þjóðarinnar vegna að þetta sé klaufaskapur en ekki skipulagt athæfi, samt verður maður hugsi þegar MBL virðist starfa eins.

Merkileg tilviljun eða hvað?


mbl.is VG stærst í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er reyndar flestum til ama þegar inn kemur hellingur af svona 0.5 til 5 % flokkum í umræður. Ég held að flestir væru mjög fegnir ef umræðuþættir síðustu dagana fyrir kosningar væru bundnir við flokka sem annað tveggja hafi þingmenn eða einhverjar skoðanakannanir hafi sýnt einhverjar líkur á að þeir næðu þingsæti. Að sjálfsögðu á þetta ekki við framan af meðan ný framboð eru óþekkt.

Skúli Víkingsson, 16.4.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæll Skúli

Ertu þá að meina að það eigi bara að hafa þessa 4 gömlu flokka sem hafa stýrt landinu svo glæsilega í þrot.

Ekki sammála, en þetta er sjónamið útaf fyrir sig og væri ræðandi ef heiðarlega væri unnið og skoðanakannanirnar faglega gerðar en ekki reynt að þaga um sum framboð og fjalla hvergi um þau fyrr en eftir að búið er að gera skoðanakönnunum.

Finnst þér það eðlileg vinnubrögð?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2009 kl. 18:06

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er mikil nauðsyn á því að ný framboð fái tækifæri til að kynna sig á fyrstu stigum kosningabaráttu. Það háir þeim alla jafna að tíminn er skammur en alveg sérstaklega núna þegar kosningabaráttan er styttri en áður hefur gerzt. Það er hins vegar engum til framdráttar þegar framboðslistar sem eru langt frá því að ná manni inn eru með allan tímann í öllum umræðum.

Skúli Víkingsson, 16.4.2009 kl. 18:14

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir það en þá þarf að vera jafnræði í umfjöllun og allir fái sinn tíma en fulltrúar fjórflokkana séu ekki látnir mala endalaust eins og prinsessur.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband