Föstudagur, 17. apríl 2009
Hraði er skaði
Þó ég sé á móti forræðishyggju er að mínu áliti réttlætanlegt að setja hraðahamlandi búnað í ný ökutæki sem miðast við að ekki sé hægt að aka hraðar en hæsti löglegi hraði er.
Þetta á að sjálfsögðu ekki við um ökutæki sem notuð eru í neyðarakstur eða keppnisbifreiðar.
Mér finnst líf og lífsgæði einstaklinga vera verðmætara en tímabundin öflug drenalín tilfinning, hvet fólk til að fara bara í teygjustökk ef það þarf svoleiðis.
Þá er öflug fræðsla það sem mestu máli skiptir í umferðaröryggi og þarf að efla hana en koma jafnframt upp akstursbrautum fyrir æfingaakstur ungra ökumanna við misjafnar aðstæður.
Þó mikill árangur hafi náðst er þörf á að auka hann enn með tiltækum ráðum.
Alvarlegum slysum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
- 14.11.2023 Er þetta vitrænt
- 9.11.2023 Við erum vinnuveitandi Alþingis
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Persónulega vil ég að hámarkshraði á Íslandi sé hækkaður, sérstaklega á sumrin. Hefurðu keyrt á góðum vegi (í góðum bíl) þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund? Maður hreyfist ekki. En það er annað mál.
Það er algjörlega rangt að beina spjótum sínum að hraðakstri. Þú getur keyrt á 120 auðveldlega án þess að valda öðrum tjóni. Vegirnir leyfa það og bílarnir leyfa það. Þú getur keyrt á 120 og verið algjör bjáni, ferð fram úr öllu, keyrir eins og vitleysingur og á endanum drepið einhvern. Hraðakstur er ekki það sama og glannaskapur/ofsaakstur.
Það er ekki hraðinn sem drepur. Það eru lélegir ökumenn sem kunna ekki að keyra eftir aðstæðum sem drepa, sagði Villi Ásgeirsson í blogginu sínu fyrir rúmu ári. http://vga.blog.is/blog/vga/entry/553627/ Þú getur lesið grein hans hér.
Steini (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:31
Grátlegt að sjá hvað áratuga áróður Umferðarráðs og síðar Umferðarstofu hefur sett mark sitt á mesta skynsemdar fólk. Hraði einn og sér er ekki undirrót alls ills í umferðinni. Eða hvað erum við að sjá í þesari frétt? Umferðaslysum fækkar alls staðar á Norðurlöndum nema í Noregi, -- sem hefur lægstan lögleyfðan hámarkshraða amk. norðan Alpafjalla.
Hvað með ábyrgð og fyrirhyggju í akstri?
Sigurður Hreiðar, 17.4.2009 kl. 10:31
Steini og Sigurður.
Er það þá tilfellið að það er enginn að virða löginn um hámarkshraða?
Er þá ekki rétt að breyta þeim eða hvað?
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.4.2009 kl. 10:49
Að lækka hámarkshraða er fásinna, það á ekki eftir að bæta hlutina. Ég held að stór hluti vandamálsins sé að fólk er ekki nógu vakandi í umferðinni. Spáir ekkert í því hvort það sé bíll fyrir aftan þig, hvað hann er að gera og spáir ekkert í bílnum fyrir framan sig. Á endanum endar þetta kæruleysi í stórslysi.
Tala banaslysa fer lækkandi í löndum eins og Finnlandi og Svíþjóð, þar sem hámarkshraði er oftar en aldrei 110 - 120 km / klukkustund. Hvað ætli það séu mörg banaslys í Þýskalandi, þar sem oftar en aldrei er enginn hámarkshraði?
Steini (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:06
Steini
Að virða ekki löginn er frekar fásinna, séu löginn röng er hægt að breyta þeim og jafnvel hækka hámarkshraðan upp í til dæmis 100km á góðum vegi, en málið snýst um að þegar lög hafa verið samþykkt ber að virða þau og ef einhver minnihluti virðir þau ekki verður að grípa til aðgerða.
Að setja hraða takmarkandi búnað í ökutæki er ein leið til þess að framfylgja lögum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.4.2009 kl. 11:25
Að setja hraðatakmarkandi búnað í ökutæki er fásinna og vona ég að það verði aldrei gert hér á landi. Veistu um einhver lönd þar sem þetta hefur verið gert?
Þar að auki held ég að sá kostnaður sem færi í það sé fáranlegri og þar að auki tilgangslaus, því það sem er sett í bíla er hægt að taka úr þeim aftur. Væri ekki bara einfaldara að hækka hámarkshraða, en að fara að brjóta á fólki með svona búnaði? Stjórnvöld mega ekki beita þannig harðræði, nema kannski í Kína.
Steini (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.