Eignaupptaka og skuldafangelsi

Eignaupptaka og skuldafangelsi blasir við þúsundum einstaklinga sem keypt hafa fasteignir á síðustu árum og fasteignalífeyrir margra eldri borgara er að gufa upp með lækkandi verði.

Bæjar og sveitarfélöginn leiddu þessa verðbólu á fasteignamarkaði með uppboðum lóða til að ná inn meiri peningum en löggjafinn hafði heimilað með lögum, bæjar og sveitarfélögin fundu glufu í lögunum og hegðuðu sér sem útrásarvíkingur á leið í skattaskjól með stundargróða í huga, eftir sitja fasteignaeigendur sem fá skellinn af hrapandi fasteignaverði og hækkandi lánum ásamt boðun um hærri eignaskatta og sumstaðar meiri álagningu vegna nánast gjaldþrota sveitarfélaga.

Alla kosningabaráttuna talaði ég fyrir því að skapa yrði fjölskyldum von og gera þeim kleift að komast út úr skuldafangelsinu sem fólk er komið í eða býður, bæjar og sveitarstjórnarfólkið sem hófu brjálæðið er í raun ábyrgðarlaust og þarf ekki að svara fyrir afleiðingar gerða sinna og margur mun flýja af hólmi þegar takast þar á við afleiðingar af glórulausum rekstri sumra bæjar og sveitarfélaga, á gjalddaga munu íbúarnir sjálfir þurfa að greiða reikninginn fyrir gleðskapinn.

Sem dæmi um hegðun sumra sveitarfélaga mætti nefna Fljótsdalshérað sem virtist enga grein gera sér fyrir íbúaþróun og réðst í gatnagerð sem var langt umfram getu eða þörf og eyddi svo góðærinu í að byggja nýju miðbæjargötuna strikið, sem átti víst að vera gullstræti verslunarinnar en er í raun ekkert nema skuldabaggi upp á hundraði miljóna.

Á sama tíma var þrengt að tjaldsvæðinu á Egilsstöðum og það sett aftur fyrir í röð framkvæmda í stað þess að setja slíkar framkvæmdir í forgang og byggja nútíma aðstöðu fyrir ferðamenn, gera ætti ráð fyrir tjaldmarkaði sem gæti starfað yfir sumarmánuðina til að örva framleiðslu og sölu á handverki sem og vörum framleiddum á svæðinu, en glópar byggðu skýjaborgir í stað þess að sýna fyrirhyggju og huga fyrst að tekjugefandi atvinnusköpun til framtíðar.

Víðar um landið eru sveitarfélög búin að spila rassinn úr buxunum og verður löggjafinn að setja sveitarfélögunum miklu skýrari reglur til að koma í veg fyrir það að sveitarstjórnarfólk sé að byggja sér minnisvarða á kostnað komandi kynslóða og eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að koma á beinu lýðræði og ákvarðana þátttöku íbúana sjálfra í opnu og gegnsæju stjórnkerfi.

Verkefni sem liggur fyrir er að vinna sig út úr vandanum og læra af reynslunni, standa að persónukjörum í næstu bæjar og sveitastjórnakosningum til að koma okkar hæfust samborgurum að ákvarðanatökunni og taka upp virka þátttöku með notkun á þeim úrræðum sem við höfum til þess.


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Já það er með ólíkindum hve mjög boginn hefur verð þaninn í kapphlaupi sveitarfélaga, hér á höfuðborgarsvæðinu, gleymdist til dæmis að gera ráð fyrir bílaumferð svo mjög lá á að byggja upp heilu hverfin, svo eitt dæmi sé tekið.

kv.Guðrún María. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.5.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð færsla.

Enn eitt dæmið um reynsluleysi og vanhæfni sem öllu tröllríður á Íslandi allt frá útrásarvíkingum og bankamönnum til alþingismanna og sveitarstjórnamanna. 

Þjóð sem tilbiður mottóið "ekki verður bókvitið í askana látið" (en er samt hálf á skólabekk??) á ekki að taka lán sem hún skilur ekki eða samþykkja EES reglur sem hún les ekki. 

Svoleiðis þjóð á að halda sig við landbúnað, sjávarútveg og ferðamennsku.

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.5.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband