Nátttröll

Það er greinilegt að Pétur H Blöndal telur það vera verk langskólagenginna að sitja á Alþingi og efnahagslegur ávinningur eigi að felast í slíku.

Á Alþingi á að vera þverskurður þjóðarinnar en ekki aðalsfólk nútímans, á Alþingi á að vera fólk sem hefur hugsjónir og er tilbúið til að færa fórnir af sjálfu sér til að koma góðum málum í gegn.

Við höfum fengið reikninginn fyrir þingsetu atvinnumannanna sem voru að moka fé í flokkssjóðina í stað þess að setja samfélaginu lög eins og þeir voru kosnir til og því er kominn tími á að losna við atvinnufólkið af Alþingi.

Þingmenn sem eru orðnir nátttröll eiga að draga sig í hlé ef hugsjónareldurinn er slokknaður en það er rétt hjá Pétri að orðanotkun sumra á netinu er til skammar og segir meira um viðkomandi bloggara en þann sem um er fjallað.


mbl.is Óbilgjarnt blogg í garð þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er semsagt betra að hafa íþróttakennara, flugfreyju og Líffræðing til að taka ákvarðnair um efnahagsmál heldur en fólk sem er bæði þjálfað og menntað til þess?

Flestir þeir sem sita á þingi hafa hvorki menntun né reynslu til að taka ákvarðanir um efnahagsmál.  Þeir sem hafa setið lengst hafa einmitt enga þekkingu á því sem þeir eru að sinna.

Skoðaðu ráðherrana, hvaða menntun og bakgrunn þeir hafa.

kv.

Jón Þór

jonthor (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Alþingi er löggjafasamkoma en ekki banki, því miður virðast margir ekki skilja hvert verkefni Alþingis er í raun og rugla endalaust saman framkvæmda og löggjafavaldinu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.5.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband