Að vera KARLMENNI

Það er ekki öllum gefið að vera karlmenni en Kári Stefánsson nálgast það að mínu álit er hann tekur ábyrgð á gerðum sínum, en fer ekki í hlutverk fórnarlambsins að hætti meginþorra forustumanna þjóðarinnar.
Það er heigulsháttur að kenna Davíð og öllum hinum um ófarnaðinn þó áberandi hlutverk hafi leikið í hildarleik græðgi og sjálfsblekkingar.
Manni hlýnar um hjartarætur við að sjá ábyrga framkomu einstaklings í stað hefðbundinna viðbragða vælandi forustumanna og kvenna, sem kenna öllum öðrum en sjálfum sér um ófarirnar í samfélagi sem þau hafa jafnvel starfað við að setja lagaramma í áratugi.
Stattu að baki mér skræfa gæti Kári Stefánsson sagt við margan einstaklinginn.
mbl.is Kári áfram hjá ÍE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þetta var flott hjá Kára að reyna ekki að klína þessu á einhverja aðra!

Óli Ágúst (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Davíð kenndi nú öllum öðrum en sjálfum sér um ófarir þjóðarinnar.

Mér finnst kallinn dálítil veimiltýta inn við beinið. 

Annars kveðjur á Austurlandið með von um betri tíð og blóm í haga.

Anna Einarsdóttir, 17.11.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Við getum þó verið sammála um að margir mættu fara að taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta að benda endalaust á alla hina til að fría sig eins og aular.

Takk Anna gleðigjafi og kveðjur til Gísla hins ljóðelska stríðskappa, megi forlöginn ausa ykkur gæfu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.11.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skila kveðjunum með bros á vör, minnug einnar skemmtilegustu orrustu síðari tíma.... orrustunni milli Gísla og Þorsteins Vals.     

Anna Einarsdóttir, 17.11.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband