Þriðjudagur, 8. desember 2009
Verulegt áhyggjuefni
Það hlýtur að vera mörgum verulegt áhyggjuefni að sjá hvernig á að nota lífeyrissjóðina sem við eigum, en fámennur klíkuhópur hefur stjórnað í gegn um árinn.
Nú á að nota tækifærið og koma þóknanlegum fyrir í stjórnum fyrirtækja í krafti yfirráða á fjármunum lífeyrissjóðanna, ég hef hvergi séð neina uppstokkun eiga sér stað í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem hafa tapað mörg hundruð miljörðum af okkar fé né hafa stjórnendur axlað ábyrgð og sagt af sér.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa til stjórnenda þessara sjóða að þeir kunni að gera greinamun á raunverulegum verðmætum og væntingaverðmætum þeim sem áhættufjárfestar falla svo oft fyrir í voninni um skjótan gróða.
Þegar maður les hér upptalningu á gömlum og góðum flokksgæðingum sem stjórnendum fer um mann hrollur og maður fer að örvænta fyrir hönd viðtakandi kynslóða.
Það er nánast verið að bakka aftur í tímann um áratugi.
Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Kjaramál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 106185
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir með þér Þorsteinn - Hvar kveiknaði þessi hugmynd og eru þetta ágæta fólk fulltrúar nauðsynlegra umbóta og breytinga?
Sigurjón Þórðarson, 8.12.2009 kl. 22:31
Tek undir með ykkur. Þetta er alger skandall að það skuli eiga að fara að gambla með þessa peninga þegar það eru til mun tryggari leiðir til þess að ávaxta þetta fé.
Það er það sem er hlutverk lífeyrissjóðanna og ekkert annað. Þeir eru engin andsk... viðlagasjóður eða hjálparstofnun fyrir hrunið hagkerfi. Ávaxta þetta í traustum sjóðum erlendis er það eina rétta við núverandi aðstæður.
Jón Bragi Sigurðsson, 8.12.2009 kl. 22:48
Jón Bragi, miðað við núverandi aðstæður er lítið vit í því að fjárfesta erlendis. Krónan er sögulegu mjög veik og erlendar vísitölur hafa hækkað mjög hratt. Til að mynda hefur SP500 vísitalan í BNA hækkað um 60% frá lágpunkti hennar eftir hrun. Þannig að í rauninni er lítið uppside og hætta á gengisfalli krónunnar.
Þessi framtakssjóður er mjög sniðug lending á erfiðu vandamáli. Vandamálið er að koma peningum í hlutabréf, sem hafa litla fylgni við núverandi eignasafn, á tíma þegar hlutabréfamarkaður á Íslandi er nánast ekki til. Í öðru lagi mun sjóður sem þessi styrkja atvinnulífið með beinni innspýtingu fjármagns sem mun skapa störf, gefa ríkinu tekjur og væntanlega gefa lífeyrissjóðum góða ávöxtun. Svona sjóðir hafa gefist mjög vel erlendis og eru oft mikilvægur hluti af dreifðu eignasafni. Fyrir utan það náttúrulega að lífeyrissjóðirnir hafa beinan hag af því að íslenskt efnahagslíf sé sterkt.
Að lokum skal það sagt að þetta er 30 milljarða skuldbinding af kerfi sem telur u.þ.b. 1200 milljarða. Þessi skuldbinding er þannig einungis 2.5% af heildareignum. Það er mikil einföldun að tala um eitthvað gamble hérna.
Blahh (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 00:38
Sæll og blessaður félagi.
Hjartanlega sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2009 kl. 02:01
Blahh.
Ég treysti engan veginn núverandi (sem jafnframt eru fyrrverandi) stjórnendum lífeyrissjóðanna fyrir því að ávaxta þessa peninga á traustan hátt. Það hefur meira að segja verið talað um að taka heim peninga sem eru í traustri ávöxtun erlendis. Ég sé ekki fyrir mér að íslensk króna eigi eftir að hækka þannig að það er jafn gott að fjárfesta strax í þeim erlendis.
Í þessum svokallaða sáttmála sem gerður var í vor má finna eftirfarandi:
Í grein 4. Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu sáttmálanum stendur m.a. þetta (og hef ég strikað undir og feitletrað það sem mér þykir athyglisverðast): "Ríkisstjórnin gangi til samstarfs við lífeyrissjóði um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir sbr. minnisblað vegna verklegra framkvæmda dags. 16.06.2009 o.fl. með sérstakri fjármögnun. Stefnt skal að því að viðræðum ríkisstjórnar og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september 2009."
Í grein 9. Málefni lífeyrissjóða stendur hins vegar: "Að óbreyttu hvílir sú lagaskylda á sjóðunum að endurskoða fjármögnun þeirra og/eða skerða réttindi sjóðsfélaga. Aðilar eru sammála um að gera ráðstafanir til að unnt sé að fresta slíkum ákvörðunum að sinni á meðan unnið er að heildarendurskoðun."
Þetta verður varla skilið öðru vísi en að menn séu meðvitaðir um lagaskyldu sjóðanna en séu allir af vilja gerðir að trufla það og tefja að þeir sinni henni. Og hvenær lagaskylda er lagaskylda og hvenær hún "hvílir að óbreyttu" þætti mér fróðlegt að vita og hver munurinn er á lagaskyldu og "lagaskyldu að óbreyttu". Þetta þykir mér vægast sagt heldur skuggaleg áform.
Þetta hafði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða að segja í ávarpi á aðalfundi Landssamtakana nú í vor:
"Stjórnvöld óskuðu eftir aðkomu lífeyrissjóðanna við upphaf bankakreppunnar og fóru fram fundir forystusveitar lífeyrissjóðanna með nokkrum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október sl. Erindi stjórnvalda var að óska eftir því að sjóðirnir flyttu heim um 50% af erlendum eignum sínum að verðmæti á þáverandi gengi um 250 milljarðar króna. Boðað var til mjög fjölmenns fundar á vegum LL fyrr á laugardeginum áður en haldið var á fund ríkisstjórnar á nýjan leik. Sjóðirnir tóku vel í þessa málaleitan stjórnvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í ályktun. Ekki reyndi þó á þennan velvilja lífeyrissjóðanna þegar í ljós kom að morgni mánudagsins 6. október sl. að vandi fjármálafyrirtækjanna var mun meiri en reiknað hafði verið með."
Arnar og kó voru semsagt tilbúnir í -og virðist þykja leitt að hafa ekki fengið að framkvæma þennan "velvilja"- að taka heim 250 milljarða og henda þeim í bankasukkið rétt áður en allt hrundi og gengi krónunar féll með 50% sem hefði þýtt að 125 milljarðar af þessum peningum hefðu horfið á einu bretti. Og þessir sömu menn sitja enn við stjórnvölinn í lífeyrissjóðunum og virðast ekki sjá neitt athugavert við þetta heldur á að grípa það tækifæri sem gefst núna til að henda lífeyrissjóðnum okkar í atvinnubótavinnu í hagkerfi sem er hrunið og með ónýtan gjaldmiðil, sem eingöngu er hlegið að erlendis og fæst ekki einu sinni skipt.
Jón Bragi Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 07:20
Jón Bragi
Má kannski benda á að síðan mánudaginn 6.okt 2009 hefur gengisvísitalan farið frá 207,12 stigum í 235,21, en það er um 13% hækkun, langt frá þessari svakalegu 50% sem þú talar um. Það er akkúrat svona ýkjur, og dramaskrif sem lætur mann missa alla trú að því sem þú ert að segja.
Svo var ekki vitað að ástandið var svona hrikalegt, en um leið og menn voru að fullu upplýstir þá var sú ákvörðun að sleppa því að koma með peninga inn í landið tekin.
Að sjálfsögðu var verið að skoða alla möguleika, sjálfsögðu vildu lífeyrissjóðirnir hjálpa til við að bjarga Íslandi. En þeir gerðu það ekki vegna of mikilla áhættu.
Getur ekki blótað fólki fyrir ákvarðanir sem það tók ekki
Ble (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:55
Ég vil fá að taka undir með honum Ble. Ég vil líka benda þér á það Jón Bragi, að eftir að sjóðirnir hafa tekið peningana heim þá skiptir vísitalan þá ekki máli. Þeir hafa sínar skuldbindingar í krónum. 500 ma. í íslenskum krónum eru ennþá 500 ma. á móti þeim skuldbindingum. Hins vegar, eins og þú leggur til, ef þeir leggðu í miklar fjárfestingar erlendis þá eiga þeir á hættu að þegar greiða þarf til baka þær skuldbindingar sem þeir hafa stofnað til hafi gengið breyst. Tökum dæmi:
Sjóðirnir færa 100 ma. yfir í erlendar fjárfestingar í sömu hlutföllum og gengisvísitalan er samsett af. Krónunum er skipt í erlenda gjaldmiðla á verðinu 235.21. Langtíma jafnvægisgengi krónu er metið 140, ég vil fá að leggja sérstaka áherslu á orðið LANGTÍMA. Eftir 20 ár þegar sjóðirnir þurfa að fara að borga út, þurfa þeir að skipta peningunum aftur yfir í krónur. Það er rökrétt að áætla að gengið hafi færst nær eða standi mjög nálægt langtímagengi krónu en það þýðir að sjóðirnir hafi tapað -40% á þessari tæru snilld þinni. Ef við gefum okkur að á sama tíma hafi íslenskar eignir hækkað að meðaltali um 3% á ári eftir verðbólgu þá þurfa erlendu eignirnar að hækka að meðaltali um 5.66% á ári umfram verðbólgu, í 20 ár!
Þessi tæra snilld þín bara gengur ekki upp.
Blahh (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 22:52
Svo að gengi íslensku krónunnar féll ekki með 50% um og/eða eftir bankahrun?
Og gleymum því ekki að þeir sem taka úr lífeyrissjóðunum búa í mörgum tilfellum erlendis. Og svaraðu mér því; hefur íslenska krónan styrkst á móti helstu gjaldmiðlum heims á segjum síðustu 50 árum?
Og að blóta mönnum fyrir ákvarðanir sem þeir ekki tóku, segir þú. Það er viðhorfið sem hræðir mig. Að peningar lífeyrissjóðseigenda séu tryggir virðist vera aukaatriði. Að leika jólasvein með þessa peninga virðist vera miklu meira gaman.
Og víst eru 500 ma ISK líka 500 ma ISK eftir hrun. En, geturðu keypt það sama fyrir þá eftir hrun: bíl, sumarleyfi erlendis, innfluttar vörur osfrv? Ef þú getur það, segðu mér endilega hvernig þú ferð að því.
Jón Bragi Sigurðsson, 10.12.2009 kl. 11:10
Og svo þetta; "að sjálfsögðu vildu lífeyrissjóðirnir hjálpa til við að bjarga Íslandi" Það er bara ekkert sjálfsagt! Eina hlutverk lífeyrissjóðanna samkvæmt lögum er að geyma og ávaxta þessa peninga á tryggan hátt fyrir okkur sem eigum þessa penninga.
Lífeyrissjóðirnir eru enginn Viðlagasjóður eða hjálparstofnun frekar en þinn eiginn prívat bankareikningur Blahh.
Jón Bragi Sigurðsson, 10.12.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.