Miðvikudagur, 9. desember 2009
Tímaflakk
Það hefur ekkert breyst annað en nöfn fyrirtækja. Fréttablaðið, 09. des. 2009 04:45 Fríhöfnin í Keflavík í klóm spillingarafla Eftirsótt var að komast til starfa í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og úthlutuðu spilltir stjórnmálamenn stöðum þar á hverjum tíma. Myndir/Afmælisrit Fríhafnarinnar 1959-2009. Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðnum pólitískum flokkum, annaðhvort beint eða í gegnum fjölskyldumeðlimi," segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fríhöfnin varð fimmtíu ára í fyrra en afmælisritið er fyrst að koma út núna. Í blaðinu er gripið niður í sögu fyrirtækisins. Ein greinin ber yfirskriftina Pólitískar ráðningar og hefst á tilvitnuðu orðunum hér að framan. Lengi framan af voru það tengingar í gegnum Alþýðuflokkinn og síðan réði Framsóknarflokkurinn ráðningum en það fór eftir því í hvaða flokki utanríkisráðherra var hverju sinni," segir í afmælis ritinu um það hvað þurfti til að fá starf í Fríhöfninni. Mikið af starfsfólkinu er sagt hafi verið ráðið í sumarafleysingar, gjarnan nemar í Háskólanum. Vitnað er til samtals við starfsmann sem hafði starfað í nokkra mánuði þegar hann fékk heimsókn eitt kvöldið. Þar hafi verið mættur virðingarverður maður" að rukka félagsgjald í Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík. Starfsmaðurinn hafi neitað að borga. Var hann þá spurður hvort hann væri ekki með vinnu í fríhöfninni og sagði síðan þar eiga bara alþýðuflokksmenn að vinna," segir í Fríhafnarblaðinu. Annars staðar í afmælisblaðinu er fjallað um þjóðþekkta starfsmenn sem verið hafa hjá Fríhöfninni. Sértaklega er rætt við Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og starfsmann í Fríhöfninni í tvö sumur. Segir að Sighvati hafi líkað starfið vel. Unnið var á vöktum, en mikið var af aukavinnu og því höfðu menn góðar tekjur. Var starfið því algjört draumastarf hvað laun varðar fyrir ungan skólastrák," segir í blaðinu og bætt er við að stundum hafi verið svo mikið að gera hjá Sighvati að hann hafi fengi að gista í fjölbýlishúsi Fríhafnarinnar í stað þess að fara til Reykjavíkur þar sem hann bjó. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar og ritstjóri afmælisblaðsins, segir í leiðara þess að ýmislegt hafi gengið á í pólískum afskiptum og sum mál verið bæði leiðinleg og erfið fyrir starfsfólkið. Með gleraugum nútímans væri auðvelt að dæma fortíðina. En við gleymum að nú lifum við á tímum hins upplýsta samfélags þar sem slæmar venjur og vondir siðir þrífast ekki en voru hér áður samþykktir með þögninni." gar@frettabladid.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.