Föstudagur, 1. janúar 2010
Spillingin krefst mikillar hreinsunar
Það er engin sannfæring hjá þingflokk Samfylkingarinnar sem hefur bara eina opinbera flokksskoðun, Einstaklingarnir í þingflokknum sóruð eið að stjórnarskránni en hlýða svo flokknum af þrælslund sem er þingmönnum ekki sæmandi og segir allt sem segja þarf um heiðarleika þeirra sem eiðin sóru.
Árið 2010 verður engum gott né næstu ár, það hafið þið í Samfylkingunni og vinstri grænum tryggt minni fjölskyldu með því að leggja á okkur Icesave skuldabyrði upp á 8.616.000.-.Þetta eigum við fjögur að greiða fyrir veislur og gleði annarra auk þess liggja á okkur nú 4.800.000.-.vegna skuldasöfnunar sveitarstjórnar í góðæri.
Þið eruð búin að selja þessa þjóð sem láglaunaþræla fyrir inngöngu draum ykkar í ESB.
Það eru komnar yfir 53.000 áskoranir um kosningu meðal þjóðarinnar um Icesave samninginn.Þjóðinni á sjálf að fá að kjósa, það verður engin friður í samfélaginu án þess og það er undirstaðan fyrir velfarnaði að friður haldist og sátt náist.
Þingmenn okkar hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.
Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.
Faglegar ráðningar samkvæmt skýrum reglum er forsenda endurnýjunar í stjórnkerfinu og banna ber aðkomu stjórnmálamanna að ráðningum.
Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki lýðræði dregið af því að "lýðurinn" = þjóðin ræður?
Held að ég vilji nú fara að líta á allar ríkisstjórnir hns vestræna heims sem fasistabullur..
Gleðilegt ár samt..;-)
Agný, 5.1.2010 kl. 00:09
Rétt Agný
Það er nefnilega þannig að atvinnupólítíkusar og framkvæmdavaldið hafa komist upp með að tala niður til þjóðarinnar eins og um þegna konunga sé að ræða.
Þess vegna er þetta gríðarlega mikilvægt upp á framtíðina að gera og opnar okkur færi á að færa okkur, þjóðinni aftur valdið sem svikið hefur verið af okkur.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.