Sterkur brotavilji

Þessi ríkistjórn ætlar sér að þvinga þjóðina inn í ESB þvert á vilja hennar, valdhrokinn og yfirgangurinn er líkari hegðun brotamanna en kjörnum fulltrúum almennings.

Of lengi hefur þessi þjóð látið fólk komast upp með að segja eitt í aðdraganda kosninga og gera svo annað eftir kosningar, voru Vinstri Grænir ekki á móti ESB aðild fyrir kosningar en sviku svo kjósendur næsta morgun.

Vinstri grænir þáðu kannski engar greiðslur(buðust það ekki),en er þeirra siðferði eitthvað betra en Samspillingarinnar sem hámaði í sig mútufé, telst það í lagi að blekkja kjósendur til fylgis við sig og leyna áformum sem lygamörður.

Sterkur brotavilji er það kallað er einhver er nánast staðráðin í að brjóta af sér og mér finnst flokkarnir hafa unnið til þess titils, að vera flokkar sem hafa sterkan siðferðislegan brotavilja.

Sárt finnst mér að sjá hvað Íslenska stjórnmálastéttin virðist vera mikið mönnuð af kjarklausum einstaklingum sem virðast nánast siðblindir, hræddir við að bera ábyrgð á gerðum sýnum og tilbúnir að leggjast lágt í mannlegri reisn til að halda stöðum sem stólum gegn vilja kjósenda sem þeir kalla lýð á milli kosninga.

Það verður enginn sátt eða friður fyrr en nýjar þingkosningar hafa farið fram og afsagnir kostaðra þingmanna hafa átt sér stað, friður byggist á trausti.


mbl.is Stjórnendur fyrirtækja andvígir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Er sammála því sem kemur fram í þessu bloggi. Er eru afsagnir ekki óþarfar, ef boðað er til kosninga?

Flokkarnir hljóta þá að velja það fólk á sína lista sem þeir treysta til þess að færa flokknum nægt fylgi til valda og svo myndi þjóðin væntanlega dæma um það í kosningum, hvernig flokkunum til tókst að raða á lista.

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.4.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband