Gæfuspor fyrir Austurland

Sameining allra sveitarfélaga á Austurlandi yrði mikið gæfuspor fyrir flest alla íbúana og þar af leiðandi fyrir öll sveitarfélöginn.
Eftir mikla uppbyggingu einstaka sveitarfélaga umfram skinsemi og nánast stöðnun annarra á undanförnum árum, er ljóst að of mikil nálægð kjörinna fulltrúa er ekki alltaf til góðs og skort hefur yfirsýn á heildarmyndina.
Bæði Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað virðast hafa gert ráð fyrir að flest allir starfsmenn álvers, myndu vera aðfluttir og kaupa sér nýtt húsnæði á staðnum.
Hvorugt sveitarfélagið virðist hafa haft mikið samráð við hitt um uppbygginguna né virðist hafa verið gerð könnun á raunverulegum vilja væntanlegra kaupenda.
Þú getur rekið hestinn að vatnsbólinu en ekki neitt hann til að drekka.
Í gleði framkvæmda og uppbyggingar og með drifkraft græðginnar, var ráðist í gatnagerðaframkvæmdir umfram þörf og fjármagnað með lánsfé.
Þetta lánsfé er nú að sliga sveitarfélöginn og að fangelsa fasteignaeigendur í illseljanlegum eigum um ókominn ár.
Eigum sem rýrna í verði og skerða þar af leiðandi eigið fé eigendanna sem í mörgum tilfellum líta á þessar eigur sem sinn lífeyrissjóð til framtíðar, eigum sem bera sífellt hærri opinber gjöld til að standa undir afborgunum sveitarfélagana af lánsfénu, samhliða öðrum skatta hækkunum á íbúana.
Önnur sveitarfélög eru sem fangar fátæktar og föst í stöðnun vegna lækkandi tekna og gamalla skulda eða vonleysis.
Stundum er sagt að eins dauði sé annars brauð.

Í þessu tilliti er svo ekki því samfélagið er svo samtengt þvert á öll sveitarfélagamörk, við erum flest öll nátengd ættar og hagsmunaböndum sem er bæði okkar veikleiki og styrkur.
Sem betur fer eru enn til sveitarfélög sem standa vel en þeirra örlög eru svo nátengd hinum að þeirra framtíð er frekar döpur að sjá.
Með sameiningu allra í eitt er framtíð austurlands sem eins sveitarfélags björt og öllum til hagsbóta.
Að sjálfsögðu munu einstaka hagsmuna aðilar sjá sameiningu allt til foráttu enda fyrirséð að þeir sem telja sig hafa hag af óbreyttu ástandi verða á móti
en fólk verður að horfa fram á veginn og ganga hann með reynslu fortíðar sem vegnesti.
Sameinað sveitarfélag mun verða Austurlandi gæfu og vegsauki, en áframhaldandi sundurlindi og þröngsýni mun reynast öllum þungur baggi að bera.
Tækifærin sem svona stór sameining skapar eru svo yfirgnæfandi yfir ókostina að þetta er bara spurning um tíma, og allur dráttur á sameiningu er sem tapaðir fjármunir fyrir okkur íbúa Austurlands.
Nú í aðdraganda kosninga til sveitarstjórna skulum við íbúarnir gera frambjóðendum ljóst, hvaða verkefni við felum þeim að vinna og höfum þar sameiningu sveitarfélagana sem þeirra fyrsta verkefni.


mbl.is Viðræðum um sameiningu hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband