Illa unnin frétt

Hér er gott dæmi um illa unna frétt sem líkist frekar pólitískum róg en frétt.
Hvað hafa margar farþegaflugvélar verið framleiddar í austantjaldslöndunum og hvar er samanburður við til dæmis aðra framleiðendur og hver er notkunin.
Hvar lenti vélinni, á sjó eins og myndin gefur til kinna, á flugbraut eða landi.
Voru það vel þjálfaðir og faglegir flugmenn sem tryggðu lendingu án þess að farþegar meiddust, eða er bara hrósað flugmönnum frá vesturlöndun og þeir blásnir út sem hetjur en flugmenn austan gamla járntjalds eru ekki hrósins verðir.
Er virkilega enn sama gamla ryðgaða ritskoðunar forrit kalda stríðs í notkun hjá MBL, er þörf á endurmenntunarnámskeiði eða þarf að skipta út ritstjórn.
Að birta svona ekki frétt er dæmi um fúsk og vörusvik, við viljum fá staðreyndir en ekki órökstuddar fullyrðingar kryddaðar fordómum og forsjárhyggju, trúverðugleiki Íslenskra blaðamanna er nánast enginn og ef fréttamiðlar vilja byggja upp aftur trúverðugleika þá verða vinnubrögðin að vera trúverðug.
Mér er ekki sama um fréttamiðla og því geri ég kröfu um faglegan fréttaflutning en sé það hinsvegar stefnan að þróa Moggann inn á sömu braut og Séð og Heyrt þá er þetta rétt leið.

mbl.is Rússnesk flugvél í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband