Þakklæti eða ?

Oft verður mér hugsað um orðið þakklæti, orð sem lýsi mínum tilfinningum gagnvart lífinu og þeim tækifærum sem mér hafa gefist til að byggja upp og efla þetta samfélag sem Íslensk þjóð er.

Mér finnst samt sárgrætilegt að vita til þess að hluti af minni og fyrri kynslóð hefur misfarist að færa þetta viðhorf áfram og  þá sérstaklega til menntakerfisins, sem við byggðum upp saman landinu til hagsældar að því  sem við álitum.

Á meðan við vorum að sinna daglegum störfum og greiddum mikinn hluta af okkar launum til sameiginlegra sjóða sem voru nýtir til að byggja upp samfélagið og greiða starfsmönnum sem kallast opinberir starfsmenn laun þá  fór ýmislegt úrskeiðis.

Fólkið sem við kusum inn á Alþingi og  treystum til að setja samfélaginu reglur og lög sveik okkur flest allt, í stað þess að sinna lagagerð þá fór þetta fólk að sinna eigin hagsmunagæslu og þeirra sem kostuðu með styrkjum þessa einstaklinga inn á þing.

Frambjóðendur komu fram á fundum og í fjölmiðlum ýmist ljúgandi og eða beitandi öðrum blekkingum til að svíkja út úr grandalausum kjósendum atkvæðin sem tryggðu þessum ímyndarsölumönnum vista á alþingi, þar úthlutaði þetta fólk úr sameiginlegum sjóðum miljörðum til að greiða völdum flokksmönnum nefndarlaun, flokkum rekstrarfé, sjálfu sér  ofurlífeyrir og gerir enn.

Svo upptekin var þessi súri rjómi samfélagsins við að hygla sjálfum sér og fylgismönnum að innviðir samfélagsins fúnuðu,  í gegn um árin hefur gangverk samfélagsins sætt sífeldum árásum og skæruliða vinnubrögðum valdsjúkra pólitíkusa sem flæmt hafa úr starfi alla þá sem veit hafa þeim mótspyrnu og þannig nánast eyðilagt eða lamað framkvæmdarvaldið með pólitískum embættaveitingum og  spillingu. Enginn hefur axlað ábyrgð né mun gera sökum ekki laga frá alþingi.

Í stað þess að setja lög og reglur eru kjörnir fulltrúar  búnir að ryðjast ítrekað í gegn um árin inn á svið framkvæmdavalds til að hygla flokksmönnum og byggja mynnisvarða um sjálfa sig, þetta sést best á opinberum byggingum sem drabbast niður og ekki er hægt að reka vegna fjárskorts á sama tíma og verið er að byggja nýja steypukassa.

Þetta fólk sem ítrekað hefur beitt almenning blekkingum til að komast yfir atkvæði og þannig til valda er að mestu sama fólkið og samþykkti að fella úr gildi þær varnir sem voru til staðar í lögum til að hindra hrun fjármálakerfis og fjársvelti svo eftirlitsstofnanir sem áttu að vara við og fylgjast með.

Þeir sem högnuðust mest á afnámi regluveldis styrktu svo ríflega flokkinn sem og frambjóðendur en svo mikil er siðblindan innan stjórnmálaflokkana að nánast enginn þar innan dyra sér eða viðurkennir að hann eða hún hafi gert neitt rangt í aðdraganda hruns. Enginn hefur axlað ábyrgð né mun gera sökum ekki laga frá alþingi.

Þá virðist háskólasamfélagið nánast hafa haft siðblindu sem námsefni fyrir endurskoðendur, viðskiptafræðinga, lögmenn og aðrar starfstéttir en sem betur fer hefur aðeins lítill hluti þessara nemanda lagt námsefnið á minnið. Þeir sem það gerðu unnu gríðarlegt tjón með því að finna skattaskjól sem og  með bókhaldsbrellum byggðu upp ímynduð verðmæti sem hvergi voru til er á reyndi nema í bókhaldi blekkinga og spennti upp fölsuð verðmæti hlutabréfa.

Ítrekað hafa pólitísk afskipti og inngrip orðið til þess að nánast ónýtar kostnaðaráætlanir hafa verið kynntar til að afla samþykkis fyrir framkvæmdum sem að sjálfsögðu standast aldrei kostnaðarlega þegar á reynir. Ítrekað hafa forstöðumenn  sem konur er stýra ríkisfyrirtækjum eða stofnunum komist upp með að brjóta þau lög sem nefnast fjárlög, án þess að fá áminningu eða sæta ábyrgð fyrir.

Á meðan hin almenni launþegi var upptekin við að byggja upp samfélagið sem við trúðum og treystum hinu opinbera kerfi fyrir að fara með þá sátu margir að svikráðum og nú vöknum við upp við þá staðreynd að búið er að stela miljörðum úr okkar sameiginlegu sjóðum, bæjarsjóðir sem ríkissjóður er ofurskuldsettir og við verðum að greiða.

Lífeyrissjóðirnir okkar sem með sýna sjálfkjörnu stjórnendur hafa tapað miljörðum á miljarða ofan, þar sitjum við uppi með skertan rétt sem þýðir lengri starfsævi, skertan aðbúnað og  fátækleg eftirlaun. Enginn í stjórn Lífeyrissjóðanna hefur axlað ábyrgð né mun gera sökum ekki laga frá alþingi.

Við erum líka vakin upp við að fólk sem hér gat gengið að því vísu að það hefði stuðning heilbrigðis sem  menntakerfis og samfélags til að mennta sig og ganga um nánast öruggt, frjálst og fengi tækifæri til að njóta umhverfisins sem og hefja rekstur eða skapa, vill ekki axla ábyrgð á eigin verkum.

Þakklætið fyrir fyrirhyggju þeirra sem á undan hafa farið virðist ekki ofarlega í huga þeim sem vilja þakka fyrir sig  með því að ráðstafa til frambúðar þeim tækifærunum og auðæfum sem þeim voru færð í vöggugjöf og treyst til að auka við, varðveita og  framselja til næstu kynslóða.

Þetta fólk vill framselja á óafturkræfan hátta sjálfræði okkar og framtíðar kynslóða til að tryggja eigin skammtíma hag, í stað þess að axla ábyrgð á gerðum sýnum og horfast í augu við afleiðingarnar á að flýja, sjálfselskan  og sjálfhverfan er svo yfirgengileg að öllu skal fórnað á altari stundarþæginda.

Sá heimski gleymir ekki  né fyrirgefur

Sá einfaldi fyrirgefur og gleymir

Sá hyggni fyrirgefur en gleymir ekki

Lærum af mistökum en gefumst aldrei upp, hvorki fortíð né framtíð gefur heimild til þess    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Þorsteinn Valur; æfinlega !

Og; þakka þér fyrir, þessa ágætu og skörpu hugvekju.

Löngu orðið tímabært; að koma kúgunaröflunum frá, - með hörðu helzt, ef ekki vildi betur, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband