Rangfærslur og blekkingar

Hér er enn ein fullyrðingin sett fram til að spila inn á ótta fólks, fullyrðing sem er blekkjandi og beinlínis röng.

„Ferðalagið verður aldrei styttra en 5-6 tímar ef farið er til Keflavíkur. Flugið er lengra og svo þarf að keyra til baka. Það munar um klukkutíma í viðbót. Fyrir utan að þú gerir ekki mikið fyrir slasað fólk í sjúkrabíl í forgangsakstri.“

Það er mjög gott sjúkrahús á Akureyri til dæmis, það er líka til dæmis hægt að taka sig saman í andlitinu og halda sjúkrahúsinu í Keflavík í alvöru rekstri og þá er enginn akstur til Reykjavíkur nauðsynlegur.

Hvað með yfir 21.000 íbúa á suðurnesjum sem þurfa að lifa af akstur til Reykjavíkur, hvað með okkur á Fljótsdalshéraði sem þurfum að tóra akstur yfir fjalllendi til Norðfjarðar á sjúkrahús og svo aftur til baka á flugvöllinn á Egilsstöðum.

Flutningur á flugvellinum í Reykjavík til Keflavíkur er þjóðinni fyrir bestu og skapar tækifæri frekar en vandamál, menn í læknastétt ættu að fara að hætta að spila inn á ótta fólks til að tryggja það að viðhaldið verði þægindum minnihlutahóps og hagsmunum flugrekanda á kostnað þjóðar.

Það er miklu nær að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og um leið tryggja betri bráðamóttöku á bæði Akureyri sem og í Keflavík til að taka á móti þeim sem þurfa í flug.

Tryggjum hagsmuni fjöldans frekar en einstaklinga. 


mbl.is Staðsetning flugvallar spurning um líf eða dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Smá pælingar.

Það er ekki nóg að hafa eitthvert hús sem ber heitið spítali það þarf líka tól og tæki. Einnig mannskap sem kann á tækin og hefur þá menntun sem þarf. Sneiðmyndatæki er t.d. nýkomið á Sjúkrahúsið á Neskaupstað og tók 3 ár að safna fyrir því. Þar segja menn að það auðveldi þeim að ákveða hvort flug suður eða til Akureyrar sé nauðsynlegt.Það þarf að greina á milli blóðtappa í heila og heilablæðingu með sneiðmyndatæki og gera réttar ráðstafanir. Heilaþræðingu til að fjarlægja tappan, gefa lyf sem leysa upp tappann, framkvæma heilaskurðaðgerð til að gera við sprungna æð og fjarlægja blóð. Þetta er ekki gert nema öflugt sneiðmyndatæki sé til staðar, heilaskurðlæknar á staðnum eða á vakt og annar sá mannskapur sem hefur rétta þekkingu. þessu verður seint fyrirkomið út um allt land enda landsbyggðarsjúkrahúsin verið í svelti og beinlínis stefnt að því að gelda þau sem mest. Ef sjúkraflug ætti að færast til Keflavíkur yrði öll hugsanleg þjónusta og geta að vera til á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Fluttningur með bílum til Reykjavíkur er engin leið að stóla á, Reykjanesbrautin oft lokuð og þá í marga klukkutíma, einnig tímalengingin allt of mikil. Það er jafnvel ekki vissa fyrir því á Landspítalanum að fólk sé fyrir hendi til að manna tólin. Ég lenti í því að ekki voru teknar sneiðmyndir af mér fyrr en eftir sólarhring þó ég hafi verið kominn inná bráðamóttöku á innan við hálftím.Það var búið að loka sneiðmyndadeildinni því klukkan var orðin fjögur. Manneskja sem náðist í neitaði að koma því hún var á leið á þjóðhátíð. Því var ekkert gert og bí ég af því.

K.H.S., 29.4.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Reykjanesbrautin er nú ekki oft lokuð og þá klukkutímum saman. Það kemur sjálfsagt fyrir en það er þá vegna óveðurs sem sjaldan stendur lengi í senn. En það er auðvitað hluti af því að við búum á Íslandi og það ákvað að staðsetja sig norður í ballarhafi þar sem allra veðra er von. Það skiptir auðvitað engu máli hvar flugvöllurinn er staðsettur ef Landspítalinn eða deildir innan hans eru lokaðar vegna manneklu.

Gísli Sigurðsson, 29.4.2013 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband