Að stela og teljast svalur

Mörg fyrirtæki á Íslandi eru í eigu erlendra aðila og margir fagna erlendri fjárfestingu, en hvað er erlend fjárfesting í raun.

Skoðum til dæmis álverin og stærri verktakafyrirtækin á Íslandi sem eru öll í eigu erlendra fjárfesta.

Alcoa ofl fyrirtæki eru nánast skuldsett upp fyrir þolmörk af hinu erlenda móðurfyrirtæki og þannig er nánast allur hagnaður fluttur úr landi og þar sem verið er að greiða niður skuldir þarf ekki að greiða skatta af þeim tekjum.

Það er nefnilega þannig að hinn erlendi fjárfestir er ekki að færa samfélaginu neitt, hann er hingað kominn til að sækja sér tekjur.

Að stela undan skatti sem er hægt að gera löglega með aðstoð innlendra sérfræðinga sem kunna alla klækina frá síðasta hruni, hvað segir það okkur um siðferði hinna Íslensku samstarfsaðila sem við höfum greitt Háskólum á Íslandi fyrir að mennta

Erlend fjárfesting í gagnaverum og álverum er okkur hagstæð en aðeins ef hæfir samningsaðilar eru fengnir til að semja með hag Íslands í huga en ekki bara eigin hag.

Löggjafinn verður að loka fyrir blekkingar skatta þjófanna og gera samstarfsaðilana ábyrga og samseka sem greiðendur tjóns er byggist á þeirra leiðbeiningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband